fbpx

Lýsing

Saga Skálholts nær yfir stóran hluta af Íslandssögunni. Staðurinn var í 750 ár hálfgildis höfuðstaður Íslendinga utan alþingistímans og þar var stjórnsýsla, skólahald og fræðasetur löngum fyrir ¾ hluta landsins. Hugmyndin er að skólabörnin fái tækifæri til að „stíga niður í jörðina-og aftur í tímann“ í Skálholti(safnið í kjallaranum og göngin fornu) og ferðast aftur í tímann og kynnast hluta af þessari merku sögu. Þau kynnast Páli biskup Jónssyni sem var biskup í Skálholti 1195-1211. Hann er eini nafnkunni Íslendingur miðalda hverjar jarðneskar leifar hafa fundist en steinkista hans fannst í Skálholti 21. ágúst 1954.

Þá verður fjallað um listmun, útskorinn biskupsstaf úr rostungstönn sem var gerður (líklega) af fyrstu listakonu Íslandssögunnar, Margréti hinni högu Jónsdóttur sem bjó í Skálholti á þessum tíma. Hægt er hvort tveggja að ferðast í gegnum veraldarvefinn en einnig og ekki síður koma í heimsókn á þann merka sögustað sem Skálholt er.

Nánari lýsing á afurð verkefnis

Útbúið verður lítið hefti með textum Páls sögu Jónssonar sem tengjast lýsingu á honum, kistusmíðinni og frásögn af Margréti Jonsdóttir hinni högu. Í heftinu verður ratleikur og verkefni til að vinna á staðnum. Búið hefur verið til myndforrit sem heitir Unity 3D, sem er 360 gráðu myndforrit með textaupplýsingum með myndum. Þar er hægt að ferðast í tölvu eða síma í Skálholt, inn í kirkjuna, um göngin, safnið og staðinn sjálfan. Forritið hefur verið sett inná heimasíðu Skálholts. Einnig er verið að vinna í því að búa til app þar sem hægt verður að nota þetta sama myndforrit.  Erum komin með hljóðskrá með upptöku ríkisútvarpsins frá 30. Ágúst 1954 þegar kista Páls biskups var opnuð í Skálholti. Þar kemur fram lýsing á innihaldi kistunnar, m.a. í viðtali við forseta Íslands, dr. Kristján Eldjárn sem þá var minjavörður.

Markhópur

Ætlað nemendum á miðstígi grunnskólans 5.-7. Bekk. Og leggur áherslu á upplifun og þekkingu. Það er þverfaglegt og hefur skírskotanir í ólíkar námsgreinar.

  • Íslandssögu(Sturlungaöld, Oddverjar, jarðneskjar leifar eina nafnkunna Íslendings þjóðveldisaldar, sagnaritun Íslendinga)
  • Trúarbragðafræði(miðaldarkirkjan og miðaldarkristni á Íslandi) í samfélagsgreinum.
  • List- og verkgreinar(kista Páls biskups, biskupsstafurinn og Margrét hin haga- útskurður sem var það listform sem fyrri tíma Íslendingar stunduðu hvað mest).
  • Upplýsinga- og tæknimennt, en nemendur fá að heimsækja Skálholt og skoða staðinn, göngin og kistu Páls í gegnum myndforritið Unity 3D (galleryhelgi.com/skalholt) en það er 360 gráðu myndforrit sem getur veitt upplýsingar um það sem fyrir augu ber en hægt er að fara úr stað og skoða 360 gráður. Það er aðgengilegt á heimasíðu Skálholts.
  • Þá getur það tengst náttúrugreinum með „fornleifauppgreftri“ í Skálholti og hvernig menn lesa í aldur fornminja út frá öskulögum í jörð.

Afðurðin og ávinnigur

Verkefnið veitir nemendum á áþreifanlegan hátt með heimsóknum í Skálholt, en einnig í gegnum mynd- og hljóðmiðla, þverfaglega upplifun af einhverjum hesta fornleifafundi Íslandssögunnar. Með slíkri upplifun má auka þekkingu þeirra en ekki síður áhuga á sögu og menningu þjóðarinnar sem og á hverju við byggjum heimildir okkar á þeirri sögu(bókmenntir, fornleifafræði)-hvort heldur á staðnum eða í gegnum veraldarvefnum.

Þetta mun gera kennsluna fjölbreyttari og skemmtilegri, með mismunandi kennsluaðferðum eykst áhugi nemenda á námskefninu.

Skálholt er hér með komið með betra kennsluefni sem getur virkarð hvetjandi fyrir skólahópa til að koma að heimsækja okkur og fræðast um staðinn. Myndforritið Unity 3D mun svo nýtast Skálholti til að gefa gestum og gangandi betri innsýn í kirkjuna og söguna sem þar hefur farið fram.

Skálholt

Verkefnasrtjóri: Erla Þórdís Traustadóttir
Tölvupóstur: erla@skalholt.is
Heimasíða: skalholt.is
Simi: 4868870

Hvert og eitt safn kynnti verkefni sín á sameiginlegri kynningu 31. maí 2018 og má finna öll kynningarmyndböndin hér.