fbpx

Á heimasíður Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafi undirritað samstarfssamning um MenntaMiðju, samráðsvettvang um skólastarf. Samningurinn nær til þriggja ára og kveður á um aðkomu að rekstri MenntaMiðju. MenntaMiðja hefur verið starfrækt frá 2012. Lögð hefur verið áhersla á tengingar milli stofnana og skóla og að mynda tengingar við fræðasamfélag með gagnkvæman ávinnig.