fbpx

Hér má sjá dagskrá Safnahelgar

Opnunarhátíð sjöundu Safnahelgarinnar verður fimmtudaginn 30. október í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn með stuttu málþingi, Safnið mitt – safnið þitt. Þar  munu þau Sigurjón Baldur Hafsteinsson dósent í safnafræði við Háskóla Íslands, Þorsteinn Hjartarson fræðslufulltrúi Árborgar og Alma Dís Kristinsdóttir safnafræðingur flytja erindi um safna- og samfélagsmál. Einnig verða í hraðfréttastíl kynnt áhugaverð verkefni í barna- og fræðslustarfi nokkurra safna frá sitthvorum enda Suðurlands, Hornafirði og Þorlákshöfn. Opnunarhátíð er öllum opin og hefst kl. 16:00. Í boði verða spennandi erindi, léttar veitingar og tónlistarflutningur.

Safnið mitt – safnið þitt – nánar um málþingið hér

Í kjölfarið verða viðburðir,  um allt Suðurland fram til sunnudagsins 2. nóvember.

Samtök safna á Suðurlandi vona að sem flestir njóti þess sem er í boði.

Safnahelgi plakat

safnahelgi2014_A4