sass@sass.is 480-8200

Markmið

Halda ráðstefnu á Suðurlandi sem tekur til forvarna í tengslum við náttúruvá og hvernig bregðast megi við út frá skipulagi, mannvirkjum og framkvæmdum.
Kallað er eftir skýrari reglum sem stuðla að forvörnum varðandi náttúruvá og hvernig forvarnir geta verið hluti af skipulagsáætlunum sveitarfélaganna eða á höndum opinberra aðila til að kortleggja og meta vá.

Verkefnislýsing

Ráðstefnan verði haldin á Hótel Selfossi í ársbyrjun 2019 í samvinnu við lögregluembættin og almannavarnir á svæðinu. Fjallað verður um náttúruvá og hættur sem skipta máli varðandi skipulagsáætlanir, mannvirki og framkvæmdir. Framsögumenn verða m.a. frá Veðurstofu Íslands, Almannavörnum ríkisins, Lögreglustjóri Suðurlands og/eða Vestmannaeyjum, skipulagsstofnun, Háskóla Íslands, ásamt fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi (sveitarstjóra/skipulagsfulltrúa), og erlendum aðila, mögulega frá Noregi en þar eru þessi mál í skýrari farvegi en hér.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Helsta tenging þessarar rástefnu við sóknaráætlun er vegna eftirfarandi

  • • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  • • Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða

Lokaafurð

Ráðstefna


Verkefnastjóri

Verkefnastjórn

Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Sveitarfélögin, lögregluembættin og almannavarnir á svæðinu auk framsögumanna
Heildarkostnaður
1.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.000.000.-
Ár
2019
Tímarammi
Ráðstefnan verður haldin á fyrstu mánuðum ársins 2019
Árangursmælikvarði/ar
Opnað verði á umræðuna, ólík sjónarmið fái að koma fram og málefnið fái farveg með hag allra á Suðurlandi að leiðarljósi.
Staða
Í vinnslu
Númer