fbpx

Nú í vikunni fer ný glæsileg heimasíða í loftið á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga með léninu www.sudurland.is

Síðan er hugsuð fyrir okkur heimafólkið á Suðurlandi, þar sem við getum nálgast víðtækar upplýsingar um landshlutann okkar og að sjálfsögðu er hún líka fyrir aðra landsmenn. Þannig verður hún sameiginlegt andlit landshlutans út á við og inn á við.

Með upplýsingasíðunni á að vera auðveldara fyrir notandann að finna hvaða afþreying og viðburðir eru í boði á Suðurlandi, hvar eru bókasöfn, sundlaugar, önnur söfn, hvar er hægt að borða og gista? Einnig er að finna upplýsingar um styrki og ráðgjöf sem er í boði í  fyrir atvinnu- og menningarlíf á Suðurlandi.

Verkefnið er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands sem m.a. felst í því að markaðssetja Suðurland sem góðan kost í staðsetningu fyrirtækja og stofnana, og kynna fólki  Suðurland sem góðan búsetukost jafnframt því  að koma á framfæri öflugu menningarlífi á á Suðurlandi bæði fyrir íbúa og gesti.

 

Kristín Bára Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri upplýsingagáttar Suðurlands, sem heldur utan um nýju síðu SASS.

Kristín Bára Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri upplýsingagáttar Suðurlands, sem heldur utan um nýju síðu SASS.