fbpx

Lýsing

Um er að ræða gerð fræðsluefnis í tengslum við Njálurefilinn – annars vegar leiðbeiningar fyrir kennara og hins vegar verkefnablöð og lýsingar fyrir nemendur.
Þemað er sköpun.
Efnið er miðað við mið- og yngri stig grunnskóla og tengt við Aðalnámskrár grunnskóla. Efnið er tengt íslensku, list- og verkgreinum.

Efnið er aðgengilegt kennurum og nemendum í grunnskólum landsins í gegnum heimasíðuna „www.njalugattin.is“. Við vinnslu var horft til þess að efnið sé fræðandi en á sama tíma tengist það veruleika nemenda, ýti undir tækifæri til samstarfs og sameiginlegrar upplifunar. Undir gáttinni eru  tenglar á aðrar síður og efni sem tengist Njálu og getur komið að notum við kennslu. Vefurinn hentar öllum sem hafa áhuga á aðfræðast um Njálu og refilinn.

Markmið

Efninu er ætlað að vera skemmtileg leið til að kynnast menningararfi okkar betur, vekja áhuga nemenda, forvitni og ýta undir lærdóm í gegnum sköpun.

Efnið gefur og kennurum hugmyndir og leiðbeiningar um hvernig nýta má Njálurefilinn í kennslu og tengja inn í mismunandi greinar. Efnið getur aukið fjölbreytni í kennslu og gefið kennurum tækifæri til að nota nýtt efni, fara nýjar leiðir.

Markmið er að verkefnið skapi jákvæða tengingu milli safnsins/Njálurefilsins og skóla/samfélagsins.

Afurð og ávinningur

Njálugáttin verði fysti áfangastaður þegar kennarar, nemendur og foreldrar (sem og allir aðrir) leita efnis í tengslum við Njálu og Njálurefilinn, hvort sem er til náms, leiks eða fróðleiks.

Njálugáttin verði samnefnari fyrir allt sem tengist Njálu og auðveldi aðgengi að fróðleik um Njálu. Stuðli að aukinni vitund um Njálu og stuðli að samvinnu.

Njálurefill

Verkefnastjórar: Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir og Eva Þengilsdóttir
Tölvupóstur: njalurefill@gmail.com
Heimasíða: njalugattin.is og njalurefill.is
Sími: 8618687

Hvert og eitt safn kynnti verkefni sín á sameiginlegri kynningu 31. maí 2018 og má finna öll kynningarmyndböndin hér.