fbpx

Á undanförnum misserum hafa orðið verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum á Suðurlandi.  Vegna efnahagshrunsins haustið 2008 og afleiðinga þess hafa margir íbúðareigendur misst eignir sínar til lánastofnana. Fjölmargar íbúðir standa auðar en tæplega helmingur þeirra eru leigður út.  Á sama tíma virðist víða vera  skortur á íbúðarhúsnæði sérstaklega leiguhúsnæði. Til að fá betri yfirsýn um vandann hafa Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gert könnun meðal sveitarfélaga og lánastofnana um stöðu húsnæðismála á Suðurlandi.  Spurt var um húsnæði í eigu sveitarfélaganna, íbúðir í byggingu, framboð á lóðum o.fl.  Þá var könnuð afstaða þeirra til aðkomu að byggingu leiguíbúða og spurt um mat þeirra á húsnæðisþörf.  Leitað var til lánastofnana um fjölda íbúða í þeirra eigu og um hlutfall auðra og leigðra íbúða. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér

Börn