fbpx

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum á Suðurlandi. Fyrra námskeiðið verður haldið 19. nóvember að Austurvegi 56, 3.h., Selfossi og hið síðara 25. nóvember í Freysnesi í Öræfasveit. Námsskeiðsgjald er kr. 13.900.- innifalið er kennslurit og önur námsgögn sem verða afhent á staðnum, hádegisverður og kaffiveitingar.

Skáning hér

 

Dagskrá:
09:30-10:00 Morgunhressing
10:00-10:30 Inngangur – Stjórnandi námskeiðsins (Svanfríður Jónasdóttir á Selfossi – Smári Geirsson í Freysnesi)
10:30-11:15 Til hvers er ég kjörinn í sveitarstjórn? – Um hlutverk sveitarstjórnarmanna og möguleika þeirra til að móta það – Stjórnandi
11:15-12:15 Stjórnkerfi sveitarfélaga og réttindi, skyldur og ábyrgð sveitarstjórnarmanna – Guðjón Bragason sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs á Selfossi – Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur í Freysnesi
12:15-13:00 Matarhlé
13:00-13:45 Fjármál sveitarfélaga – Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs
13:45-14:45 Stjórntæki sveitarstjórnar – Stjórnandi og Gunnlaugur
Stefnumótun (Ítarefni)
Fjárhagsáætlun
Kjarasamningar og mannauðsstefna
Árangursstjórnun, nýsköpun og upplýsingatæknin (Ítarefni)
14:45-15:00 Kaffihlé
15:00-16:00 Málsmeðferð – Guðjón/Tryggvi
16:00-17:00 Samskipti og samstarf – Stjórnandi
Meirihluti og minnihluti
Starfsmenn sveitarfélagsins
Milli sveitarfélaga
Íbúar og frjáls félagasamtök
Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar