fbpx

Þann 7. október ýtti SASS úr vör námskeiðaröð í samstarfi við markaðsþjónustuna SPONTA. Námskeiðin eru ætluð aðilum í ferðaþjónustu án markaðsdeildar og fengu afar góða aðsókn.

Alls skráðu 52 þáttakendur sig til leiks og urðu því námskeiðin 5 talsins. Námskeiðin standa yfir í 6 vikur, fyrri hlutinn er fjarnám. Seinni hlutinn fer fram á vinnustofum, nú þegar eru búið að halda tvær á Selfossi og eina á Vík í Mýrdal.

Í dag verður síðasta vinnustofan á Selfossi kl. 13-17 á Austurvegi 56 og á morgun á Höfn í Hornafirði í sal Afls starfsgreinafélags á Víkurbraut 4.

Nokkrar umsagnir þátttakenda:
„Takk kærlga fyrir mig, mjög fróðlegt og áhugaverðar pælingar. Tók alveg fullt inn sem er að gerjast núna.“
„Takk fyrir mig, snilldar námskeið! Öfunda ykkur sem eigið það eftir “
“ Þetta var mjög upplýsandi og kom heilanum sannanlega af stað.“
„…fróðlegt og skemmtilegt fyrir utan hve gaman var að hitta ykkur öll“
„Vinnustofan algjör snilld, takk fyrir mig!“

Kennari er Helgi Þór Jónsson, kerfisfræðingur og markþjálfi.

sponta 1 sponta 2 sponta 3 sponta 4