fbpx

Önnur Menntalest Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór af stað 13. mars sl. , en Menntalestin á Suðurlandi er eitt af verkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Að þessu sinni er sjónum beint að framhaldsskólum á Suðurlandi, en fyrstu lestinni var beint að grunnskólanemendum og sköpun í skólastarfi. Markmið Menntalestarinnar að þessu sinni er að vekja áhuga á tækni og vísindum. Samið var við Háskólalestina um að setja upp „vísindatorg“ í öllum fjórum framhaldsskólunum á Suðurlandi. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Nýheimum  af Vísindatorgi Háskóla Íslands þegar  7. og 8.bekkur Grunnskóla Hornafjarðar voru í heimsókn.

Næstu heimsóknir:
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum föstudagur 10. apríl
Menntaskólinn á Laugarvatni þriðjudagur 14. apríl
Fjölbrautaskóli Suðurlands miðvikudagur 15. apríl

Vísindatorgið mun standa yfir í u.þ.b. 4 klst. á hverjum stað og verður lögð áhersla á að nemendur og kennarar geti upplifað viðburði torgsins með því að sjá, heyra og taka þátt.

Menntalestin á Höfn Menntalestin á Höfn5