fbpx

Menningarverðlaun Bláskógabyggðar voru afhent í fyrsta skipti á jólamarkaði Kvenfélags Laugdæla laugardaginn 29. nóvember. Menningarmálanefnd Bláskógabyggðar hafði veg og vanda af afhendingu verðlaunanna. Verðlaunin komu að þessu sinni í hlut Ungmennafélags Biskupstungna fyrir að standa að útgáfu Litla – Bergþórs í 35 ár og útgáfu á sögu félagsins “Ungmennafélag Biskupstungna – 100 ára saga”. Það voru þau Smári Þorsteinsson, formaður Umf. Bisk., og Svava Theodórsdóttir, fulltrúi ritnefndar Litla-Bergþórs, sem tóku við verðlaununum úr hendi Sigríðar Jónsdóttur fulltrúa menningarmálanefndar.

Bláskogabyggd