fbpx

Markmið

Markmiðið með verkefninu er að kanna hvort það sé raunhæfur möguleiki að fara af stað með menningarkort (greiðslu- og/eða inneignarkort) á Suðurlandi, annars vegar fyrir íbúa og hins vegar fyrir gesti. Tilgangur slíks menningarkorts er að gera menningarstarfsemi af öllu tagi sýnilegri og auka heimsóknafjölda bæði Íslendinga og erlendra gesta á ýmsa menningarviðburði á ferðum sínum um landið.

Verkefnislýsing

Hugmyndin er að kanna möguleika á því að Suðurland bjóði uppá menningarkort svipað og gert er í Reykjavík. Þar er boðið uppá tvenns konar kort, annað sérstaklega hugsað fyrir íbúa og hitt fyrir ferðamenn. Íbúakortin gilda í eitt ár og innifalið í því er frír aðgangur á ákveðin söfn/sýningar og ýmis fríðindi og afslættir gegn framvísun kortsins á einstaka menningarviðburðum, veitingastöðum, kaffihúsum, verslunum, samgöngum og fleiru. Kortin sem eru miðuð að ferðafólki eru sambærileg en hafa styttri gildistíma, 2-3 daga og upp í t.d viku.

Tengsl við sóknaráætlun

Þetta verkefni á vel við einn af þeim þáttum í stefnu og markmiðum sóknaráætlunar í menningarmálum. Þann að menningarstarf og viðburðir á Suðurlandi verði samræmt og sýnilegt, jafnt íbúum sem og gestum á svæðinu.

– Ferðaþjónusta geti nýtt menningu og listir svæðisins sem aðdráttarafl og þannig aukið á samstarf þessara aðila (menningartengd ferðaþjónusta)
– Komið verði á markvissu samstarfi allra aðila í menningarmálum á Suðurlandi
– Aukið samstarf og verkefnaþróun á Suðurlandi leiði til eflingar og sýnileika menningarlífs á svæðinu – jafnframt aukist menningarlegt víðsýni og skilningur íbúa og stjórnsýslu á mikilvægi skapandi greina.

Þetta forverkefni skilar samantekt á því hvort ráðlegt sé að aðilar í menningarstarfsemi á öllu Suðurlandi fari í samstarf um Menningarkort. Ef af slíku framhaldsverkefni yrði myndi það svo sannarlega efla samstarf á svæðinu, auka sýnileika menningarstarfs gagnvart ferðaþjónustu og auka þannig aðdráttarafl landshlutans. Árskort fyrir íbúa myndi einnig hvetja þá til að kynna sér enn betur menningarstarf á svæðinu.

Lokaafurð

Skýrsla með niðurstöðum greiningar sem lögð verður til grundvallar ákvörðunar um hvort farið verður í innleiðingu á kortum eða ekki.

Verkefnastjóri
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir
Verkefnastjórn
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir og Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Höfuðborgarstofa
Heildarkostnaður
1.750.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.750.000 kr.
Ár
2017
Tímarammi
Apríl – október 2017