fbpx
5. september 2014
Sýningin Matarhandverk 2014 verður haldin á Patreksfirði dagana 2.-3. október 2014. Um er að ræða sýningu og keppni í matarhandverki, sem er skilgreint sem matvara framleidd úr hráefni úr héraði með tengingu við framleiðslustað, sögu eða matargerðarhefðir héraðsins.
Markmiðið er m.a. að stuðla að vöruþróun, auka sýnileika og efla gæðaímynd smáframleiðslu matvæla. Vonast er til að Matarhandverk verði að árlegum viðburði og fari milli landshluta, en fyrsta keppnin verður haldin á Patreksfirði í ár. Sýningin er opin handverksframleiðendum matvæla og þjónustuaðilum matvælageirans þar sem þeir geta kynnt tæknilausnir, vörur og þjónustu sína.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Matarhandverks
Skráning fer fram á eftirfarandi slóð hjá Matís

matarhandverk mynd 2