fbpx

Menntaþingið á vegum SASS er haldið var í Gunnarsholti 4. mars sl. heppnaðist ákaflega vel og voru þátttakendur um 80 talsins. Var það mál manna að slíkt þing væri þarfaþing og öllum til gagns og ánægju. Aðstaðan og móttökur í Gunnarsholti voru sérstaklega góðar og gaman að kynnast starfseminni sem þar fer fram. Á tækjastikunni hér fyrir ofan undir Málþing má sjá fyrirlestrana sem fluttir voru á þinginu. Að loknum fyrirlestrum var þáttakendum skipt upp í hópa og fengu hóparnir þrjár spurningar til þess að svara.