fbpx

Fimmtudaginn 30. apríl verða ráðgjafar á vegum SASS með kynningarfund í Nýheimum á Höfn í Hornafirði kl. 12:00.  Farið verður yfir ferla við umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands og er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands er

  • Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi
  • Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi
  • Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi.