fbpx
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís bjóða til opins kynningarfundar um Eurostars-2, möguleika á fjármögnun verkefna sprotafyrirtækja sem stunda sjálf rannsóknir og þróun. Einnig verður sagt frá þjónustu Enterprise Europe Network við sprotafyrirtæki.
Fundurinn verður fimmtudaginn 7. júlí 2016   kl. 9:00 – 10:30 í Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8 á Keldnaholti.
Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum Eurostars verkefna. Sérstaklega eru velkomin fyrirtæki í Samtökum sprotafyrirtækja og fyrirtæki á öllum frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar en fundurinn er öllum opinn.  Umsóknarfrestur til Eurostars er opinn.
Sjá dagskrá hér