fbpx

Lýsing

Fræðsluefnið verður byggt á sögu skipsins Skaftfellings og sögu skipakirkjugarða Evrópu í sandfjörum Vestur- Skaftafellssýslu. Sjá hér texta um sýninguna í Vík: https://www.kotlusetur.is/syningar Nemendur munu fá tækifæri til að kynnast atburðum sem tengjast náttúru og sögu svæðsins í gegnum leik. Aðalþemað verður „Maðurinn og sjórinn„. Börnin fá fróðleik um sjóinn, hvað það hann getur gefið okkur og einnig hvaða hættur stafa af honum. Fræðsluefninu verður skipt í þrjá hluta sem henta leik og grunnskólabörnum.

1. Leikskóli, aldur 4-5 ár ; grunnskóli, yngsta stig 1-3 bekkur.

  • Litlir Sjógarpar“ – Hér læra börnin um skipið Skaftfelling t.d. um hvar stýrishúsið er, skutur, kabyssa o.fl. Þau læra líka um hvað er mikilvægasti hluti skipsinst , einnig læra þau um af hverju það var notað til vöruflutninga að hafnlausri strönd. Börnin geta klætt sig upp í búninga, t.d. skipstjórabúninginn, búning sjómannsins og farið um skipið með leiðsögn. Í lokin verður börnunum kennt að búa til alls konar litríka pappírsbáta.
  • Fiskimaður og skrýmsli í hafinu“ – Þetta er leikur sem sýnir nemendum annað hlutverk þessa skips ljóst. Hér er kynnt fyrir þeim hvernig búningar sjómannsins voru, hvernig net og önnur veiðarfæri voru notuð til fiskveiða. Þau læra einnig um mismunandi fiskitegundir og aðrar skepnur sem lifa í hafinu. Að auki kynnast nemendurnir staðbundnum þjóðsögum úr Mýrdal.  Börnin fá tækifæri til að búa til fjölbreytta fiska, hafmeyjur og skrímsli sem búa í sjónum úr leir, einnig að búa til eigin veiðistöng og agn úr ýmsum efnum (þræði, priki, dagblöðum og fleiru.)

2. Grunnskóli, yngsta stig, 1-3 bekkur og miðstig 4-5 bekkur.

  • Reiði Ægis“ – Ægir er jötunn í norrænni goðafræði og konungur hafsins. Í ólgusjó og miklu brimi gerðist það að mörg skip frá ýmsum Evrópulöndum strönduðu við fjörur Suðurlands. Börnin  merkja á kortum upprunalönd skipa sem strönduðu á Íslandi. Í þessum tímum öðlast þau þekkingu um landafræði Evrópu og læra smá sögu um suðurströnd Íslands. Í lokin munu þau einnig geta búið til fána frá því landi sem þau völdu fyrir skipið sitt.
  • „Vatns tilraunir“ – Aðaltilgangur þessara kennslustunda er að börnin læri að vatnið hafi mismunandi form (fast-, vökva- og gasform) og eiginleika þess. Hvers vegna er vatnið í hafinu salt en í vötnum og ám er það ferskvatn. Af hverjum fljóta sumir hlutir eins og t.d. skip sem er hlaðið fullt af vörum en aðrir hlutir sökkva eins og steinn. Ýmsar tilraunir verða gerðar sem tengjast vatni t.d.tilraun með egg og að blanda alls konar vökva.

3. Grunnskóli, miðstig, 4-5 bekkur.

  • „Sjóræningjar og leitin að Gullskipinu“ – Búinn verður til safnleikur, þar sem krakkarnir munu fá kort sem vísar á staðsetningu Gullskipsins. Þar verða nokkur verkefni á kortinu  þar sem lausnir þeirra verða á sýningum og nemendur verða að finna þau sjálfir. Síðasta vísbendingin verður um hvar týnda flakið er. Þessi leikur gerir þeim kleift að nálgast sögur af strönduðum skipum og kynnast þeim heimshluta sem þau koma frá.

Markhópur

„Maðurinn og sjórinn“ samanstendur af þremum fræðslustundum sem eru gerðar með tilliti til aldurs barna (leilskóli og grunnskóli: yngsta stig og miðstig). Fyrsti hlutinn  er fyrir leikskólabörn og börn í 1-3 bekk. . Seinni hlutinn er fyrir börn í  1-3 bekk og 4-5 bekk en þríðji hlutinn er aðeins fyrir 4-5 bekk.

Afurð og ávinningur

Kennsluefnið var hannað og er það aðgengilegt á heimasíðu Kötluseturs og þangað geta kennara sótt efnið og prentað út ef þeir vilja.  Einnig var útbúið myndband frá prufudeginum sem tókst einstaklega vel. Sjá hér: https://vimeo.com/270526406/86cb11e0d0

Kötlusetur – Skaftfellingur

Verkefnastjóri: Beata Rutkowska
Tölvupóstur: beata@vik.is
Heimasíða: kotlusetur.is
Simi: 4871395

Hvert og eitt safn kynnti verkefni sín á sameiginlegri kynningu 31. maí 2018 og má finna öll kynningarmyndböndin hér.