fbpx

Ferðamálastofa í samvinnu við Alta ýtir nú úr vör verkefni um kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi. Um er að ræða viðamikið og metnaðarfullt verkefni sem nýtast mun þeim sem að íslenskri ferðaþjónustu koma, bæði opinberum stofnunum sem og einkaaðilum. Verkefnið er byggt á forverkefni sem unnið var í Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Ásahreppi, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi árið 2012. Margt var hægt að læra af forverkefninu og í kjölfar þess voru bæði verklag og aðferðafræði endurskoðuð og ákveðnar breytingar gerðar. Til að gæta samræmis í skráningu á landsvísu verður farið í að lagfæra skráningar m.t.t. til þeirra breytinga sem gerðar hafa verið. Forsvarsmenn  verkefnisins leita til sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila á forverkefnissvæðinu um tilnefningu fulltrúa í svæðisbundna samráðshópa verkefnisins. Fulltrúar Ásahrepps verða þau Renate Hannemann og Björgvin G. Sigurðsson.