fbpx

Mynd: Magnús Hlynur

Í haust réðst SASS í gerð könnunar á húsnæðismálum á Suðurlandi. Öll sveitarfélögin 15 á Suðurlandi svöruðu könnuninni og voru helstu niðurstöður eftirfarandi: 

  • Veruleg þörf virðist vera fyrir leiguhúsnæði alls staðar á Suðurlandi sem stafar m.a. af auknum ferðamannastraumi og hefur að öllum líkindum áhrif á framboð vinnuafls.
  • Afstaða sveitarfélaga er orðin jákvæðari gagnvart aðkomu þeirra að byggingu íbúðarhúsnæðis og virðist sem sum sveitarfélögin sjái sér ekki annan kost en að koma að uppbyggingu með einum eða öðrum hætti.
  • Fáar íbúðir eru í byggingu á svæðinu en nægilegt framboð er á tilbúnum byggingarlóðum víðast hvar á svæðinu.
  • Íbúðum lánastofnanna virðist hafa fækkað til muna frá því að síðasta könnun var gerð.
  • Vöntun er á starfsfólki á Suðurlandi og telja sveitarfélögin það stafa m.a. af húsnæðisskorti.
  • Stjórnvöld þurfa að marka húsnæðisstefnu til framtíðar sem meðal annars þarf að fela í sér að brugðist verði við sértækum vanda landsbyggðarinnar. Markaðsbrestur er, sem lýsir sér í að ósamræmi er á byggingarkostnaði og markaðsvirðis húseigna.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.