fbpx
10. júlí 2014

Jazz undir Fjöllum, árleg jazzhátíð í Skógum undir Eyjafjöllum, verður haldin í ellefta sinn laugardaginn 19. júlí. Að vanda hefur mikill metnaður verið lagður í dagskrána, en alls koma fram átta af fremstu jazz tónlistarmönnum þjóðarinnar í ár.

Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð laugardagskvöldið 19. júlí frá kl. 21:00 undir yfirskriftinni Tveir einstakir einleikarar og góður gestur. Fyrir hlé flytur Agnar Már Magnússon pianóleikari nokkur af þekktustu lögum Duke Ellington,en eftir hlé leikur gítarleikarinn Björn Thoroddsen eigin útgáfur af tónlist Bítlanna. Sérstakur gestur á tónleikunum verður söngvarinn Egill Ólafsson.

Í Skógakaffi verður boðið upp á lifandi og fjölbreytta dagskrá laugardaginn 19. júlí frá kl. 14-17. Þar leikur Skuggakvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar. Auk hans skipa kvartettinn Þórir Baldursson, Andrés Þór Gunnlaugsson og Einar Scheving. Sérstakur gestur verður söngkonan Andrea Gylfadóttir. Aðgangur er ókeypis í Skógakaffi, en aðgangseyrir er kr. 2.000 í Fossbúð