fbpx

Markmið

Auknar forvarnir á Suðurlandi með áherslu á forvarnir gegn vímuefnum.

Verkefnislýsing

Eitt sveitarfélag mun „hýsa” verkefnið og ráða ungmenni til starfa. Fjögur ungmenni munu starfa yfir sumarið og heimsækja vinnustaði ungmenna, í öllum sveitarfélögum, eftir að hafa lokið jafningjafræðslunámi á vegum Reykjavíkurborgar.
Að lokum verður unnin samantekt um verkefnið og árangursmat auk kynningar á ársþingi SASS

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Verkefnið tengist sérstaklega eftirfarandi megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  • Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða

Lokaafurð

Jafningjafræðsla. Skýrsla um verkefnið og árangursmat. Kynning á ársþingi SASS


Verkefnastjóri
Guðlaug Ósk Svansdóttir ráðgjafi og verkefnastjóri á vegum SASS og Gunnar E. Sigurbjörnsson hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Sveitarfélag sem „hýsir” verkefnið, sveitarfélög og vinnustaðir á Suðurlandi sem fá jafningjafræðslu til sín, jafningjafræðslu (kennslu) Reykjavíkurborgar, ungmenni sem sinna munu jafningjafræðslu
Heildarkostnaður
6.000.000 – 2mkr greiddar úr rekstri SASS í tilefni 50 ára afmæli SASS
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
4.000.000
Ár
2019
Tímarammi
Jafningjafræðsla maí – október. Kynning fer fram á ársþingi SASS 2019
Árangursmælikvarði/ar
Könnun meðal ungmenna sem hljóta jafningjafræðslu
Staða
Í vinnslu


Staða verkefnis

Vorið 2020 voru fjögur sunnlensk ungmenni ráðin til að verða jafningjafræðarar fyrir Suðurland. Þau hófu starfið á að sækja þriggja vikna námskeið hjá Hinu Húsinu. Hallgerður Freyja Þorvaldsdóttir, 21 árs, stýrir vinnunni. Með henni starfa þrjú önnur ungmenni á aldrinum 17-19 ára. Þau störfuðu við fræðslu dagana 15. -22. júlí 2020 og heimsóttu 11 sveitarfélög á Suðurlandi, öll þau sem þáðu boð um heimsókn.

Gerð var könnun á meðal þátttakenda í sumar og verða niðurstöður hennar birtar með lokaskýrslu verkefnisins. Mikil ánægja var meðal þátttakenda og góðar umræður sköpuðust í öllum heimsóknunum.

Fræðararnir hafa nú skipulagt vetrarstarfið og stefna á að heimsækja einn árgang í öllum grunnskólum Suðurlands. COVID-19 faraldurinn hefur truflað verkefnið nokkuð en þau vonast til að geta lokið starfinu árið 2020.