fbpx

30. ágúst nk. verður opnun fyrstu sýningarinnar, Íslenski bærinn – Fegurð og útsjónarsemi í húsakynnum Íslenska bæjarins að Austur Meðalholtum, Flóahreppi. Þessi sýning markar upphaf formlegrar starfsemi stofnunar sem verið hefur í uppbyggingu mörg undanfarin ár. Menningarsetrið Íslenski bærinn er húsaþorp, sýningarstaður, samkomustaður og leikvöllur sem hverfist um íslenska torfbæinn og græna byggingalist. Þar munu gestir upplifa einstakan staðaranda, jafnframt því að skoða sýningar sem útskýra samhengi, þróun og tilbrigði íslenskra torfbæja með það að leiðarljósi að túlka aldagamlan og einstakan arf inn í samtímann með samþættingu, fræðimennsku, listrænni nálgun og varðveislu verkmenningar www.islenskibaerinn.is.

Opið hús verður milli kl. 14 og 17 laugardaginn 30. ágúst 2014. Boðið verður upp á léttar veitingar.

íslenski bærinn