fbpx

Lýsing

Megininntak verkefnisins er hefðbundinn íslenskur byggingararfur. 

Markmiðið var að hanna verkefni sem væri fræðandi en myndi um leið kristallast í áþreyfanlegum hlut. Þannnig að glíman viða að móta hlutinn myndi bæði glæða skilning á viðfangsefninu, þ.e. sögu og fjölbreyttum birtingarmyndum byggingararfsins, samtímis því að skerpa athyglisgáfu og skynjun.

Markhópur

Markhópurinn er eiginlega bæði grunnskólanemendur allt niður í 3-4 bekk og eldri nemendur og eftir atvikum almennir gestir safnsins og þátttakendur í námskeiðum í hleðslutækni, byggingarlist og myndlist.

Nemendur/þátttakendur munu móta hús/byggingu í leir sem eru innblásin af því myndefni sem er á sýningu Íslenska bæjarsins af torfbæjum og staðbundnum byggingum  víðsvegar að úr heiminum. Hluturinn sem er mótaður verður mun síðan verða framlag nemandans til sjálfrar sýngarinnar á þar tilgerðri stórri sýningarhillu og mun þannig efla þá sýningu sem fyrir er í sýningarsölunum.

Afurð og ávinningur

Verkefnið glæðir skilning á hlutföllum og sérkennum bygginga, eðli byggingarefna og um leið tilfinningu fyrir (algildum) grunnformum. Jafnframt reynir verkefnið á beitingu sértækra verkfæra við mótun leirsins og síðan lokafrágang með því að mála húsið í hefbundnum litum með góðum litum og viðeigandi penslum. Allt efni og bestu verkfæri eru á staðnum. Með góðri einbeitingu ættu flestir að geta leyst verkefnið í tveimur vinnulotum, ca. 1.5-2 tímum. Með því að glíma við raunverulegt áþreifanlegt handverksverkefni er hugmyndin sú að nemendur og þátttakendur komist í nánari snertingu við byggingararfinn og sjái jafnframt í honum hliðstæður við eigin umhverfi og helst nýja og óvænta möguleika. Mikilvægt er að kennarar/leiðbeinendur sem stjórna verkefninu gefi sér góðan tíma í yfirferð og túlkun með nemendahópnum.

Öll verkfæri og umgjörð verkefnisins, hefur verið hönnuð og sérsmíðuð af Hannesi Lárussyni og Herborgu Eðvaldsdóttur kennara og leirlistakonu.

Íslenski bærinn

Verkefnastjóri: Hannes Lárusson
Tölvupóstur: islenskibaerinn@islenskibaerinn.is
Heimasíða: islenskibaerinn.is
Simi: 694-8108 og 864-4484

Hvert og eitt safn kynnti verkefni sín á sameiginlegri kynningu 31. maí 2018 og má finna öll kynningarmyndböndin hér.