fbpx

Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður og eigandi Dill restaurant verður með fyrirlestur á  Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:30-22:00. Fyrirlesturinn verður sendur út í gegnum fjarfund á Kötlusetri í Vík og hjá Fræðslunetinu á Hvolsvelli í tilefni jarðvangsvikunnar. Einnig verður fyrirlesturinn sendur út í fjarfundarbúnaði Fræðslunets Suðurlands í Nýheimum á Höfn.

Fyrirlesturinn er hluti af verkefni klasans Friðar og frumkrafta „Hvað er í matinn?“ – samtal ferðaþjónustu og landbúnaðar sem hefur að markmiði að auka framboð staðbundinna matvæla og koma á milliliðalausum viðskiptum í héraði.

Skráning er til 20. apríl í gegnum netfangið visitklaustur@visitklaustur.is þátttökugjald er 2.500