fbpx


Fundargerð

Ungmennaráðs Suðurlands, vorfundur haldinn á Hótel Selfossi 22. – 23. maí 2019

Dagskrá 22. – 23. maí 2019

Mættir eru: Halla Erlingsdóttir Ásahreppi, Jana Lind Ellertsdóttir Bláskógabyggð, Kristrún Urður Harðardóttir Grímsnes- og Grafningshreppi, Maríanna Katrín Bjarkardóttir Skaftárhreppi, Nói Mar Jónsson Hrunamannahreppi, Rebekka Rut Leifsdóttir Rangárþing ytra og Þórunn Ósk Jónasdóttir Árborg, Daníel Hreggviðsson Vestmannaeyjar, Arndís Ósk Magnúsdóttir Höfn, Kristrún Ósk Baldursdóttir Rangárþing eystra og Ástráður Unnar Sigurðsson Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Einnig eru mættir starfsmenn ráðsins, Gerður Dýrfjörð, Gunnar E. Sigurbjörnsson og Guðlaug Ósk Svansdóttir verkefnastjóri.

1. Vorfundur ráðsins settur
Vorfundur ráðsins settur klukkan 18:00, 22.maí 2019 á Hótel Selfossi og fulltrúar ráðsins kynna sig.

2. Erindisbréf Ungmennaráðs Suðurlands
Erindisbréf og hlutverk ráðsins rædd.

Lagt er til að haldin verði ráðstefna annað hvert ár á Suðurland með mismunandi yfirskriftum. Ráðstefnan væri haldi í samvinnu með ungmennaráðum á Suðurlandi.

Fylgja ráðstefnunm eftir með því að skrifa stutta og hnitmiðaða greinar/fréttir eftir ráðstefnur sem við mætum á og setja inn á facebookhópinn okkar.

Málefnasvið Ungmennaráðs Suðurlands 2019
Samþykkt að málefnasvið Ungmennaráðs Suðurlands verði eftirfarandi fjórir flokkar fyrir þetta tímabil og halda þeim sem yfirflokkum fyrir umræður, hugmyndir og markmið ráðsins.

  1. Mennta- og húsnæðismál
  2. Umhverfismál
  3. Forvarnir og jafningafræðsla
  4. Samgöngumál

Umræður um málefnasviðin:
Jana Lind kom með hugmynd um að búa til einhvers konar skjal sem myndi halda utan um allar þær hugmyndir sem ráðið kemur með, og gæti gengið á milli ára. Með þessu myndum við auka tímann sem við gætum nýtt á fundum í að ákveða hvernig við gætum útfært hugmyndirnar okkar og skrifað hugmyndirnar okkar inn í skjalið áður en við mætum á fundi eða þegar hugmyndirnar verða til.

Hugmynd væri að taka x mörg mál á hverju starfsári og vinna markvisst að þeim.

3. Undirbúningur fyrir samráðsfund Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024.
Unnið var með að koma með hugmyndir í fjóra dálka: hætta, draga úr, byrja og gera meira í báðum flokkum, menning og atvinnu- og nýsköpunarmál.

Menning

Hætta
▪ Með plastpoka og einnota vörur.
▪ Einbreiðar brýr

Draga úr
▪ Bæjarhátíðum (fækka og efla)
▪ Mismunun (jafnréttismál)
▪ Matarsóun
▪ Hyllingu karlaíþrótta

Byrja
▪ Samvinnu milli grunnskóla og framhaldsskóla
▪ Hylla meira konur í íþróttum
▪ Að gera sýnilegri ,,Gaypride“
▪ Að búa til stóran menningarsal á Suðurlandi
▪ Barnamenningar hátíð á Suðurlandi
▪ Leiðsögn um náttúruperlur (verndun og fræðsla)
▪ Tómstundastyrkir (öll sveitarfélög styrki börn og ungmenni)

Gera meira
▪ Styðja við leikfélög
▪ Að hvetja til listsköpunar og fjölbreyttni
▪ Fjölnota í stað einnota
▪ Forvarnarfræðslu
▪ Hylla grænmeti
▪ Keppni á milli sveitafélaga t.d. í íþróttum, umhverfismálum, menningu og f.l.
▪ Vekja athygli á flottum sunnlenskum listakonum
▪ Ungt listafólk / fá ,,Hitt húsið“ á Suðurland

Atvinnu- og nýsköpunarmál

Hætta
▪ Með plastpoka
▪ Að kenna nýsköpun
▪ Að hlúa að einkabílum
▪ Að hlúa að kjötmenningu

Draga úr
▪ Losun koltvíoxýið
▪ Bílanotkun
▪ Einkareknum og ríkisstyrktum fyrirtækjum
▪ Fjöldaframleiðslu

Byrja
▪ Að styrkja grænmetisbændur
▪ Að bæta símasamband
▪ Ljósleiðari um allt Suðurland
▪ Að sameina flokkunarkerfi í úrgangsmálum á Suðurlandi
▪ Fylla í skurði/endurheimta votlendi
▪ Þriggja fasa rafmagn um allan landshlutann
▪ Styrkja konur í atvinnurekstri
▪ Huga að kynjakvóta

Gera meira
▪ Hvetja til uppbyggingar
▪ Auka rafmagnsbíla og hleðslustöðvar
▪ Almenningssamgöngur
▪ Leikskólar anni eftirspurn
▪ Endurvinnsla
▪ Hjúkrunarheimili
▪ Geðhjálp
▪ Iðnfræðslu fyrir konur

Samráðsfundur Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024 kl. 12:00- 16:00
Fulltrúar Ungmennaráðs Suðurlands voru boðaðir á samráðsfund um Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024 sem haldinn var þann 23. maí 2019 á Hótel Selfossi. Ráðið tók þátt í fundinum og kom rödd unga fólksins á Suðurlandi vel á framfæri.

4. Kynning á ráðstefnu ungmennaráða frá því í janúar 2019.
Gunnar E. Sigurbjörnsson tómstunda- og forvarnarfulltrúi hjá Árborg kynnti helstu niðurstöður ráðstefnu ungmennaráða sem haldin var í janúar 2019 á Selfossi. Það sem brann helst á ungmennum á ráðstefnunni í janúar var eftirfarandi:

Umhverfismál: samræma flokkunarstaðla fyrir úrgang á öllu Suðurlandi
Atvinnumál: fjölbreyttari og fleiri atvinnutækifæri á Suðurlandi
Samgöngur: útrýma einbreiðum brúm og fjölförnum malarvegum
Menntamál: áhersla á fræðslu á samfélagslegum málefnum eins og geðheilbrigði, fjármælalæsi og skyndihjálp,
Áhrif ungs fólks: jafningafræðsla
Lýðheilsa: forvarnir

Gunnari þakkað fyrir kynninguna en hún verður unnin betur og verður þá einnig ítarlegri og gerð aðgengileg.

5. Farið yfir facebook hópinn okkar
Felum stjórn ráðsins að taka til í facebook hópnum okkar en þar eru aðilar sem ekki eru lengur fulltrúar í ráðinu. Mikilvægt að hópurinn sé rétt uppfærður.

Fundi frestað til næsta dags 23.maí 2019 klukkan 9:00.

Fundur settur að nýju á Hótel Selfossi klukkan 9:00, mættir eru allir sömu fulltrúar og voru mættir á fundinn í gær, 22.maí 2019.

6. Fulltrúar á fundinum fara yfir fundargerð gærdagsins og ræða dagská fundarins í dag.
Engar athugasemdir og fundur heldur áfram

7. Farið yfir fundargerð ráðsins frá vorfundinum 2018.
Jana Lind las upp síðustu fundargerð og umræður voru um málefnasviðin og verkefni frá vorfundinum.

8. Erindisbréf ráðsins – drög að nýjum markmiðum fyrir ráðið.
Felum stjórn að breyta 2.grein. samkvæmt umræðu á fundinum

9. Niðurstöður íbúafunda sem haldnir voru um Suðurland fyrir sóknaráætlun Suðurlands
Guðlaug Ósk Svansdóttir verkefnastjóri fór yfir fyrstu niðurstöður íbúafunda sem haldnir voru um Suðurland fyrir Sóknaráætlun 2020-2024. Umræður um niðurstöðurnar, ljóst að margt er sameiginlegt með vinnu Ungmennaráðs Suðurlands þegar kemur að helstu markmiðum til framtíðar fyrir landshlutann.

10. Dagsetning fyrir haustfund ráðsins
Samþykkt að stefna á að halda haustfund ráðsins fimmtudaginn og föstudaginn 5.-6. september 2019.

11. Önnur mál

Framhald, stefna málþinga ungmennaráða á Suðurlandi
Samþykkt að málþing fyrir fulltrúa í ungmennaráðum á Suðurlandi skal halda annað hvert ár, að hausti, og eitt málefni tekið fyrir á hverju þingi. Hugmynd er um að vinna slíkt málþing í samvinnu við ungmennaráð í einu eða fleiri sveitarfélagi í einu. Næsta málþing gæti þá verið haustið 2020. Huga þarf að undirbúningi á næsta fundi ráðsins.

Fjármagn í jafningafræðslu
Fulltrúar ráðsins óska eftir upplýsingum frá SASS um stöðu fjármagns í áhersluverkefnið um jafningafræðslu og forvarnir.

Pistlar á facebooksíðuna
Fulltrúar í ráðinu eru hvattir til að skrifa hvað þeir eru að gera í ungmennaráðum sveitarfélaga m.a. til að upplýsa aðra og koma með hugmyndir.

Einnig er gott að þeir fulltrúar sem fara á ráðstefnur eða sitja í vinnuhópum eða nefndum t.d. á vegum SASS segi frá því sem fram fór eða hver staða verkefna er.

Ungmennaráð í öll sveitarfélög á Suðurlandi
Finna leið til að virkja öll ungmennaráð í sveitarfélögum á Suðurlandi, en 2 sveitarfélög á Suðurlandi eiga eftir að tilnefnda fulltrúa í ráðið.

Fundi slitið klukkan 11:30

Nói Mar Jónsson
Jana Lind Ellertsdóttir
Halla Erlingsdóttir
Kristrún Urður Harðardóttir
Maríanna Katrín Bjarkardóttir
Rebekka Rut Leifsdóttir
Þórunn Ósk Jónasdóttir
Daníel Hreggviðsson
Arndís Ósk Magnúsdóttir
Kristrún Ósk Baldursdóttir
Ástráður Unnar Sigurðsson

Gerður Dýrfjörð
Guðlaug Ósk Svasndóttir