fbpx

Bryggja 5 Bryggja 3 Bryggja 2Bryggja 1

Bryggjuhátíðin  „Brú til brottfluttra“ verður haldinn dagana 18 – 20. júlí nk. á Stokkseyri.

Kvöldvakan á föstudeginum markar upphaf hátíðarinnar og munu þorpsbúar ganga fylktu liði að bryggjunni til að skemmta sér og öðrum.

Pollapönk opnar dagskránna á laugardagsmorgun ásamt Sirkus Ísland og svo rekur hver viðburðurinn annan. Tívolí verður á staðnum, andlitsmálun, og markaður. Söfn, gallerí og vinnustofur listamanna verða opin þeim sem vilja kynna sér menningu þorpsins.

Á sunnudag verður guðþjónusta á bryggjunni þar sem mælst er til þess að messugestir mæti uppábúnir í peysufötum, upphlutum eða öðrum þjóðlegum fatnaði, s.s. gúmmískóm og lopapeysu. Í kjölfarið verður tekist á um bestu pönnukökur Stokkseyrar í æsispennandi pönnukökukeppni.

Að sjálfsögðu verða dansleikir föstudags- og laugardagskvöld á Draugabarnum. Auk þess verður unglingadansleikur á föstudagskvöld og gömludansaball á laugardagskvöldinu.

Hér má sjá dagskrá Bryggjuhátíðar