fbpx

Á fundi bæjarráðs Árborgar 26. febrúar sl. var tekin fyrir beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um – frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni, heildarlög, EES reglur.

Eftirfarandi var bókað:

Bæjarráð Árborgar mótmælir þeim áformum að leiðir sem skilað geti rekstrarafgangi verði boðnar út sérstaklega. Slíkt mun kippa rekstrargrundvelli undan almenningssamgöngum sem sveitarfélögin hafa skipulagt, m.a. á leiðum sem fáir farþegar nýta. Það kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á Suðurlandi hafa skipulagt saman  í gegnum SASS skiptir miklu fyrir búsetu á svæðinu og þjónustu við íbúa.