fbpx

Markmið

Draga úr veltuhlutfalli íbúa á svæðinu um 25% á næstu þremur árum og fjölga fjölskyldufólki á svæðinu um 25% á næstu þremur árum.

Verkefnislýsing

1) Rannsókn og greining: samsetning og viðhorf íbúa. Greina ólíka hópa eftir tilgangi, markmiðum og tækifærum vegna búsetu á svæðinu.
2) Móttökuáætlanir: sameiginleg stefnumótun um umgjörð og þjónustu við nýbúa m.t.t. niðurstaðna 1. hluta.
3) Markaðsgreining og markaðsetning: niðurstöður 1.og 2.hluta verða nýttar og styrkleikar svæðisins skilgreindir sem og markhópar greindir. Markaðsáætlun og markaðssetning til 5 ára mótuð.
4) Verkefnastjórnun og verkefnaáætlun: verkefnastjórnun þessa sértæka verkefnis ásamt gerð verkefnaáætlunar um aðrar aðgerðir sem styðja við verkefnið

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Verkefnið tengist sérstaklega eftirfarandi 3 þáttum

  •  Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  •  Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða
  •  Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun

Lokaafurð

Aðgerðaráætlun


Verkefnastjóri
Vala Hauksdóttir og Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Byggðaáætlun, sveitarfélög á svæðinu, sí- og endurmenntunaraðilar, atvinnurekendur á svæðinu og íbúar
Heildarkostnaður
17.000.000 (staðfest v/ 1. áfanga)
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.500.000
Ár
2019
Tímarammi
1. áfangi unninn á árinu 2019, verkefnið er til 3ja ára, 2019-2022
Árangursmælikvarði
Lækkað veltuhlutfall íbúa á svæðinu og fjölgun fjölskyldufólks
Staða
Í vinnslu