fbpx
Laugardaginn 12. júlí kl. 14:00 opnar í Einarssofu sögusýning um merki þjóðhátíðar 1970-2014 með dagskrá. Nokkrir félagar hafa unnið að því að safna saman upplýsingum um þessi merki, sem mörg hver eru sannkölluð listaverk sem sýna lífstakt og sál Eyjanna.
Þeir hafa rætt við höfunda þeirra um söguna á bakvi þau sem og endurteikna merkin fyrir sýninguna.
Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV mun jafnframt kynna nýtt afmælismerki Þjóðhátíðar 2014, en þjóðhátíðin er 140 ára í ár.
Vitaskuld verður boðið upp á brekkusöng og flatkökur á dagskránni.
Allir hjartanlega velkomnir!
Verkefnið er styrkt af ÍBV og í samvinnu við Þjóðhátíðarnefnd
Sýningin mun standa fram yfir þjóðhátíð.