fbpx

SAMTÖK SUNNLENSKRA SVEITARFÉLAGA

524. fundur stjórnar SASS
haldinn á Hótel Natura í Reykjavík
4. október, kl. 11:00-13:00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson formaður, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Sæmundur Helgason, Unnur Þormóðsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Eva Björk Harðardóttir, Anna Björg Níelsdóttir og Lilja Einarsdóttir. Eggert Valur Guðmundsson forfallaðist. Einnig sat fundinn og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna á fund stjórnar á Hótel Natura í Reykjavík.

  1. Fundargerð
    Fundargerð 523. fundar undirrituð.
  2. Drög að dagskrá ársþings SASS 2018
    1. Formaður og framkvæmdastjóri kynntu uppfærð drög að dagskrá komandi ársþings og aðalfundar SASS sem fram fer á Hótel Selfossi 19. – 20. október nk. Dagskrárnar voru staðfestar.
    2. Starfsskýrsla SASS 2016 – 2017.
      Er í lokavinnslu.
    3. Lagt er til að skipa eftirtalda sem formenn nefnda á ársþinginu.
      • Fjárhagsnefnd – Sandra Dís Hafþórsdóttir
      • Kjörbréfa- og kjörnefnd – Aldís Hafsteinsdóttir
      • Allsherjarnefnd – Christine Bahner
      • Mennta- og menningarmálanefnd – Ásgeir Magnússon
      • Umhverfis- og skipulagsnefnd – Ágúst Sigurðsson
      • Velferðarnefnd – Hildur Sólveig Sigurðardóttir
      • Atvinnumálanefnd – Jón Páll Kristófersson
      • Samgöngunefnd – Sæmundur Helgason

      Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við ofangreinda.

  3. Drög að fjárhagsáætlunFormaður og framkvæmdastjóri kynntu drög að fjárhagsáætlun SASS 2018 en með henni fylgja skýringar sem farið var yfir. Samþykkt var að gera breytingu á fyrirliggjandi drögum sem felst í að veita 1,2 m.kr. til reksturs Ungmennaráðs Suðurlands. Stjórn samþykkir fjárhagsáætlunina með framangreindri breytingu.
  4. Minnisblað frá Alta – samantekt frá vinnufundi stjórnar 7. og 8. september sl.
    Formaður kynnti samantekt Alta frá vinnufundi stjórnar 7. og 8. september sl. Samþykkt var að senda minnisblaðið með fundargögnum til þingfulltrúa á komandi ársþingi þannig að þeir geti kynnt sér niðurstöðurnar og tekið afstöðu til hlutverks, verkefna og áherslna í starfi samtakanna.
  5. Önnur mál til kynningar og umræðu
    a) Fundargerð annarra landshlutasamtaka
    Lögð fram til kynningar, fundargerð FV frá sept. sl.b) Aukaaðalfundur SASS 2018
    Formaður kynnti nýja dagsetningu á aukaaðalfundi SASS 2018 en ný dagsetning er þriðjudaginn 26. júní 2018. Eins og áður hefur verið ákveðið verður fundurinn haldinn í Vestmanneyjum.

    c) Stefna orkunýtingarnefndar
    Stefna og greinargerð orkunýtingarnefndar SASS lögð fram til kynningar.

    d) Málefni SASS
    Framkvæmdastjóri kynnti stöðu húsnæðismála og tillögu að fundi stjórnar með ráðgjöfum samstarfsaðila SASS

    e) Bókun bæjarstjórnar Hornafjarðar vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis
    Stjórn SASS tekur undir eftirfarandi bókun Bæjarstjórnar Hornafjarðar frá 14. september sl.„Bæjarstjórn Hornafjarðar lýsir þungum áhyggjum af kyrrstöðu mála vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis. Sveitarfélagið sendi inn í byrjun sumars umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra en svar hefur ekki borist. Bæjarstjórn lýsir enn og aftur yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og leggur ofuráherslu á að framkvæmdir við byggingu nýs hjúkrunarheimilis geti hafist á árinu 2018.“

    f) Rof á hringvegi – þjóðvegi nr. 1
    Stjórn SASS leggur áherslu á mikilvægi áreiðanlegra vegasamgangna, enda er hér um lífæð atvinnulífs og samfélagsins alls að ræða. Enn eru fjölmargar gamlar einbreiðar brýr á Suðurlandi sem eru illa í stakk búnar til að þjónusta þá miklu umferð sem er í landshlutanum, sem og náttúruhamfarir í líkingu við þær sem urðu í kjölfar mikilla rigninga á Suð-austurlandi í september sl. Stjórn SASS áréttar mikivægi þess að rýnt verði í ástand vegakerfisins, umferðarmannvirkja og varnargarða við þjóðveg nr. 1 á svæðinu og í kjölfarið unnin aðgerða- og framkvæmdaáætlun til úrbóta.Stjórn SASS leggur jafnframt áherslu á að bæta þurfi það mikla tjón sem ljóst er að varð við náttúruhamfarirnar og telur óeðlilegt að sveitarfélög eða íbúar beri ein það tjón.

    Stjórn SASS hrósar viðbragðsaðilum fyrir skjót og fagleg viðbrögð og vill jafnframt þakka fyrir að vegasamgöngum var svo fljótt komið í samt horf á ný.

 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn á Hótel Selfoss 18. október nk. kl. 18:00 – 20:00.

Fundi slitið kl. 13:00.

Gunnar Þorgeirsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Sæmundur Helgason
Unnur Þormóðsdóttir
Eva Björk Harðardóttir
Páll Marvin Jónsson
Anna Björg Níelsdóttir
Lilja Einarsdóttir
Bjarni Guðmundsson

524. fundur stjórnar SASS (.pdf)