fbpx

Fundargerð:

5. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2017

Austurvegi 56, 23. júní, kl. 12:00

Mætt: Unnur Þormóðsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Páll Marvin Jónsson (í fjarfundi), Runólfur Sigursveinsson, Bryndís Björk Hólmarsdóttir (í fjarfundi) og Sveinn Sæland. Einnig sátu fundinn starfsmenn SASS, Bjarni Guðmundsson og Þórður Freyr Sigurðsson sem jafnframt ritaði fundargerð.

Erindi;

  1. Erindi vegna verkefnisins „Skaftárhreppur til framtíðar“

SASS barst erindi um stuðning við verkefnið Skaftárhreppur til framtíðar vegna rekstrarársins 2018. Byggðastofnun hefur staðfest fyrir sitt leyti stuðning við verkefnið upp á 10.200.000, kr. á árinu 2018. Stjórn SASS fjallaði um erindið á fundi sínum 21.6 sl. og vísaði því til umfjöllunar í verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands.

Verkefnastjórn samþykkir að veita verkefninu áframhaldandi stuðning á árinu 2018, sem eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands, að upphæð 3.000.000, kr.

Uppbyggingarsjóður:

  1. Staða verkefna í vinnslu

Sviðsstjóri kynnti yfirlit yfir stöðu styrkveitinga Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Um 24% styrkveitinga frá árinu 2015 er ólokið og um 51% styrkveitinga frá árinu 2016. Fjöldi ólokinna verkefna frá árinu 2015 skýrist af því að ekki var unnt að ljúka við gerð samninga um þau verkefni fyrr en í upphafi árs 2016, vegna skipulagsbreytinga hjá SASS. Að jafnaði ná verkefni Uppbyggingarsjóðs ekki yfir lengra tímabil en eitt ár. Verið er að semja um lúkningu elstu verkefnanna um þessar mundir.

Áhersluverkefni:

  1. Starfamessan 2017

Til kynningar var lokaskýrsla vegna verkefnisins. Verkefnið var talið takast vel og telur verkefnastjórn ástæðu til að vinna að tillögu um framhald verkefnisins, á árinu 2018 sem kæmi þá til framkvæmdar á árinu 2019. Sviðsstjóra falið að kanna grundvöll þess og koma fram með verkefnatillögu til umfjöllunar í haust sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands 2018.

  1. Sjúkraþyrlur á Suðurlandi

Til kynningar glærukynning um möguleika á innleiðingu sjúkraþyrlna á Suðurlandi. Stefnt er að opinberri kynningu síðar í mánuðinum og þar með lúkningu á verkefninu.

  1. Menningarkort á Suðurlandi

Sviðsstjóri kynnti munnlega stöðu verkefnisins. Greiningarvinna er að fara af stað og stefnt er að vinnu við verkefninu verði lokið í haust og verði þá hægt að leggja fram verkefnatillögu fyrir verkefnastjórn, ef niðurstöður þessarar vinnu gefa tilefni til þess að fýsilegt sé að koma upp menningarkorti fyrir Suðurland.

  1. Skógarvinnsla á Suðurlandi

Ingvar Pétur Guðbjörnsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri „Skógarvinnsla á Suðurlandi“ hjá félagi skógareigenda. Sviðsstjóri kynnti munnlega stöðu verkefnisins. Farið var yfir helstu verkefni framundan hjá verkefnisstjóra.

  1. Kortavefur Suðurlands

Sviðsstjóri kynnti stöðu verkefnisins og upplýsti verkefnastjórn um tímabundna ráðningu starfsmanns við verkefnið, Guðríði Ester Geirsdóttur, sem mun aðstoða verkefnisstjóra við ýmsa gagnavinnslu. Farið var yfir næstu þekjur, áætlaða opnun og kynningu á vefnum í kjölfarið. Vefurinn hefur verið gerður aðgengilegur fyrir verkefnastjórn.

  1. Hönnun á fræðsluefni fyrir söfn og sýningar á Suðurlandi

Kynnt var svar frá Listaháskóla Íslands, þar sem þeir tilkynna að þeim sé ekki fært að taka þátt í verkefninu, sökum manneklu og fjárskorts. Sviðsstjóri kynnti mögulegar leiðir og breytingar á verkáætlun vegna þessa.

  1. Greining á fjarnámsþörf á Suðurlandi

Kynnt var skýrsla um niðurstöður greiningarinnar og kynning á samandregnum niðurstöðum sem voru til kynningar á opnum fundi á Selfossi nýverið. Sviðsstjóri og framkvæmdarstjóri gerðu einnig grein fyrir viðbrögðum HÍ eftir fund stjórnar SASS, stjórnar Háskólafélags Suðrulands, með fulltrúum frá HÍ, á stjórnarfundi SASS 21.6 s.l.

Niðurstöður úr rýnivinnu menntateymis SASS voru m.a. á þá leið að huga ætti sérstaklega að möguleikum á verkfræði í fjarnámi eða amk. á þeim grunnáföngum sem telja um eitt námsár og eru sameiginlegir með verkfræði og tölvunarfræði.

Almennt:

  1. Framsetning Sóknaráætlunar Suðurlands á nýjum vef SASS

Kynntur var nýr vefur SASS sem er í vinnslu. Sérstklega hvað varðar framsetningu á upplýsingum um Sóknaráætlun Suðurlands, Uppbyggingarsjóð Suðurlands og einstökum áhersluverkefnum. Stefnt er að opnun vefsins á næstu vikum.

 

Fundi slitið kl. 13:30.