fbpx

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi föstudaginn 12. desember  2014,  kl. 12.00

Mætt:  Gunnar Þorgeirsson, Anna Björg Níelsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Eggert Valur Guðmundsson, Elín Einarsdóttir, Sæmundur Helgason,  Ágúst Sigurðsson, Páll Marvin Jónsson,  Þórarinn Egill Sveinsson framkvæmdastjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna,  óskaði eftir dagskrárbreytingu á þegar útsendri dagskrá : liður nr. 15. verði tekinn til afgreiðslu í upphafi fundar og við bætist liður 16. og 17.  – Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

 1. ÞES sagði frá stöðu verkefnisins og umræðum frá síðasta fundi (sjá meðf. fundargerð starfshóps). Byggðastofnun býðst til að greiða 7,5 millj. árlega í þrjú ár til að ráða sérstakan starfsmann, sem staðsettur yrði á Kirkjubæjarklaustri til verkefnisins. Starfsmaðurinn yrði vistaður sem verkefnastjóri hjá SASS, með starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri. Stjórn SASS tekur jákvætt í verkefnið að því gefnu að verkefnið sé fullfjármagnað af hálfu verkefnisins.

 2. Starfsemi NMI á Hornafirði – NMI hefur lokað starfsstöð sinni á Hornafirði og þar er nú enginn starfsmaður. Stjórn SASS hvetur til þess að NMI endurskoði afstöðu sína og opni að nýju starfsstöð á Höfn.

 3.  Menningarfulltrúi. Starfslýsing og ráðningarsamningur – drög. Meðfylgjandi eru drög að starfslýsingu og ráðningarsamning v. Menningarfulltrúa. Stjórn SASS staðfestir fyrirliggjandi starfslýsingu og felur formanni að ganga frá ráðningarsamningi.

 4.  Sóknaráætlun 2015-2019; Staða mála. ÞES sagði frá fundi í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu föstudaginn 5.des., þar sem farið var yfir drög að úthlutunarreglum til landshlutasamtakanna. Gert er ráð fyrir niðurstöðu fljótlega á nýju ári.

 5. Umsögn SASS um tillögu til þingsályktunar : Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um nýtingu eyðijarða í ríkiseigu, 126. mál.

http://www.althingi.is/altext/144/s/0128.html – 19.des

Þingsályktantillagan lögð fram.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, 397. mál. http://www.althingi.is/altext/144/s/0128.html – 17.des

Þingsályktantillagan lögð fram.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímstöðum á Fjöllum, 55. mál. – 12.des

http://www.althingi.is/altext/144/s/0055.html

Þingsályktantillagan lögð fram.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um bætta hljóðvist og aðgerðir til að draga úr erilshávaða í kennsluhúsnæði, 209. mál. http://www.althingi.is/altext/144/s/0235.html – 12.des

Þingsályktantillagan lögð fram.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um flutning Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar, 78. mál. http://www.althingi.is/altext/144/s/0078.html – 11.des

Þingsályktantillagan lögð fram.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll, 121. mál. http://www.althingi.is/altext/144/s/0123.html – 4.des.

Þingsályktantillagan lögð fram. – Stjórn SASS hvetur til þess að hún verði samþykkt.

Umhverfis – og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0032.html – 4.des

Þingsályktantillagan lögð fram. – Stjórn SASS hvetur til þess að hún verði samþykkt.

Umhverfis – og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál.

http://www.althingi.is/altext/144/s/0029.html – 4.des

Þingsályktantillagan lögð fram.

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, 321. mál.

http://www.althingi.is/altext/144/s/0392.html – 26.nóv

Þingsályktantillagan lögð fram. – Formaður hefur fylgt málinu eftir á vettvangi skipulagsnefndar Sambands Ísl. Sveitarfélaga.

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á raforkulögum (kerfisáætlun, EES-reglur), 305. mál.

http://www.althingi.is/altext/144/s/0372.html – 26.nóv

Þingsályktantillagan lögð fram. – Formaður hefur fylgt málinu eftir á vettvangi skipulagsnefndar Sambands ísl. sveitarfélaga.

  6.  Reglugerð um umdæmi lögregluembætta á Suðurlandi. Stjórn SASS skorar á dómsmálaráðherra að breyta nýútkominni reglugerð um “Lögregluumdæmi lögreglustjóra” á þann veg að Sveitarfélagið Hornafjörður heyri undir Lögregluumdæmi Suðurlands og fylgi þannig kjördæmamörkum. Haldið verði áfram með þá faglegu  vinnu sem í gangi hefur verið undanfarið.

 7.  Tímasetning framlaga Jöfnunarsjóðs. Rætt um það óhagræði er skapast af seinum ákvörðunum Jöfnunarsjóðs sveitarélaga.

Stjórn SASS leggur áherslu á að Jöfnunarsjóður taki ákvarðanir sínar fyrr og haldist í hendur við fjárhagsáætlanagerð sveitarfélaga.

  8.  Umsókn um NPA styrk v. Bofra verkefnisins. Lagt fram til upplýsingar og kynningar.

  9Fundargerð Fagráðs upplýsingamiðstöðvar Suðurlands frá 10.11.14 Lagt fram til kynningar (sjá meðf gögn).

10.  Menntun á Suðurlandi – Skýrsla frá GG Lagt fram til kynningar.

11Suðurland 2014 – Sóknaráætlunarskýrsla Byggðastofnunar (sjá www.sass.is og/eða www.byggdastofnun.is) Lagt fram til kynningar.

12. Erindi frá Flóahreppi dags. 8.12. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir – (sjá meðf. gögn).

13. Málþing um skipulagsmál. Formanni/framkv.stjóra falið að fylgja málinu eftir og halda málþing á útmánuðum.

14.  Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. nóvember Lagt fram til kynninga.

15.  Ráðning framkvæmdastjóra SASS. Stjórn samþykkir samhljóða að ráða Bjarna Guðmundsson sem framkvæmdarstjóra SASS, formanni falið að ganga frá ráðningarsamningi í samstarfi við Intellecta.

16. Menntaverðlaun Suðurlands 2014. Stjórn SASS samþykkir að skipa eftirfarandi aðila í samstarfshóp um úthlutun Menntaverðlauna Suðurlands 2014: Kristín Hreinsdóttir, Sigurður Sigursveinsson og Elín Einarsdóttir

17. Sorpstöð Suðurlands. Fyrir liggja drög um þjónustu við Sorpstöð Suðurlands. Fomanni falið að undirrita samkomulagið.

Fundi slitið kl. 14,30