fbpx

haldinn í Þekkingarsetrinu í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 4. júní 2014, kl. 14.00

Mætt:  Gunnar Þorgeirsson,  Unnur Þormóðsdóttir, Haukur  Guðni Kristjánsson, Reynir Arnarson, Elín Einarsdóttir varamaður, Gunnlaugur Grettisson  og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri. Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Sandra Dís Hafþórsdóttir og Helgi S. Haraldsson  og varamenn þeirra boðuðu forföll. Einnig sátu fundinn Finnbogi Alfreðsson og Þórður Sigurðsson ráðgjafar hjá SASS.

Gestir fundarins: Einar Kristjánsson, Ragnheiður Einarsdóttir og Birna Magnúsdóttir frá Strætó bs.

1. Almenningssamgöngur

Ræddar voru hugmyndir um útvíkkun vetrarþjónustunnar. Einar Kristjánsson frá Strætó bs. fór yfir stöðu mála.  Samþykkt að fjölga ferðum til Hornafjarðar næsta vetur.  Í stað þriggja daga í viku verður ekið alla daga nema laugardaga.

 2. Bréf frá Rannsóknarmiðstöð Háskóla  Íslands í jarðskjálftaverkfræði, dags. 16. maí 2014.

Í bréfinu er óskað eftir liðsinni SASS að ná fram leiðréttingu á fjárveitingu til miðstöðvarinnar.  Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

,,Stjórn SASS skorar á innaríkisráðuneytið og Alþingi að hækka framlag til Rannsóknarmiðstöðvarinnar á næstu fjárlögum til samræmis við upphafleg framlög til miðstöðvarinnar.   Rannsóknarmiðstöðin gegnir mikilvægu almannavarnarhlutverki og  mikilvægt að starfsemi hennar gjaldi ekki fyrir naumt skammtað fé á fjárlögum. Stjórn SASS hafnar alfarið þeim hugmyndum sem fram hafa komið um flutning starfseminnar til Reykjavíkur. Staðsetning hennar er kjörin á því svæði sem til rannsóknar er, starfsemin er í sérhönnuðu húsnæði fyrir starfsemina og starfsmenn ánægðir, auk þess sem mjög gott samstarf hefur tekist á milli annsóknarmiðstöðvarinnar og sveitarfélaganna.“

3. Sóknaráætlun Suðurlands

Fundargerðir framkvæmdaráðs frá 20. og 28. maí sl. ásamt tillögu að áætlun fyrir 2014. Tillagan var kynnt fyrir samráðsvettvangi sóknaráætlunar í gær 3. júní og samþykkt.

Tillagan staðfest.

4. Tillaga Fræðslunetsins og Háskólafélags Suðurlands um eflingu þekkingarstarfsemi og menntaþjónustu í Vestur-Skaftafellssýslu.

Stjórn SASS  lýsir yfir eindregnum stuðningi við tillöguna og bendir á að veruleg byggðaröskun hefur átt sér stað á þessu svæði  og aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar til að sporna við við þeirri þróun.

5. Menningarsamningur  fyrir árið 2014

Samningurinn hefur verið undirritaður af mennta- og menningarmálaráðherra, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra og formanni SASS. Upphæð samningsins á þessu ári  hljóðar upp á um 35,5 mkr.

Til kynningar.

6. Aukaaðalfundur 2. júlí

Samþykkt var að halda aukaaðalfundinn á Selfossi. Ársreikningur og yfirlit yfir starfssemi liðins árs verður lögð fyrir á fundinum.

7.  Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfél. frá 28. feb. sl.

Til kynningar.

Fundi slitið kl. 15:45