fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi föstudaginn 31. janúar 2014, kl. 12.00

Mætt:  Gunnar Þorgeirsson, Gunnlaugur Grettisson (í síma), Sandra Dís Hafþórsdóttir,  Unnur Þormóðsdóttir, Helgi S. Haraldsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir (varamaður  Hauks  Guðna Kristjánssonar), Reynir Arnarson, Jóhannes Gissurarson (í síma), Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson ráðgjafi sem sem ritaði fundargerð.

Sigríður Lára Ásbergsdóttir boðaði forföll.

Gestur fundarins: Óskar Sigurðsson hrl.

Dagskrá:

 1. Almenningssamgöngur.

a) Málarekstur vegna almenningssamgangna.  Óskar Sigurðsson hrl. kemur á fundinn. Dómur Hæstaréttar 24. janúar 2014: http://www.haestirettur.is/domar?nr=9355

Óskar gerði grein fyrir niðurstöðu hæstaréttar sem féll SASS í vil og fór jafnframt yfir önnur dómsmál vegna almenningssamgangna sem hafa verið til umfjöllunar á undanförnum mánuðum.

1. Rekstraryfirlit janúar – desember.

Lagt fram til kynningar.

2. Frumvarp til laga um fólksflutninga

,,Stjórn SASS  ítrekar fyrri afstöðu sína um að í nýjum lögum verði skýr ákvæði um hugtakið almenningssamgöngur og  einkarétt til reksturs almenningssamgangna.  Ennfremur að Samgöngustofu verði tryggð raunhæf úrræði til að bregast við brotum á þeim einkarétti.“

2.  Þórði og Þorvarði verði falið að vinna að upplýsingaöflun um eftirfarandi verkefni, sbr. starfs- og aðgerðaáætlun.

a.  Háhraða tengingar

b.  Leiguhúsnæði

Stöðugreining verður lögð fram á næsta stjórnarfundi.

3.  Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og tengsl við nágrannasvæði (Hvítá – Hvítá).

Verður kynnt á fundinum.

4. Uppgjör vegna ART verkefnis.

Til kynningar.

5. Afsal vegna sölu á hlut í Borgarþróun ehf.

Fyrir liggur undirritað afsal.

6. Samkomulag SASS og Sorpstöðvar Suðurlands um skrifstofuþjónustu og aðstöðu, dags. 29. desember 2013.

Til kynningar.

7. Viðaukasamningur, dags. 31. desember 2013,  við samkomulag  SASS og Háskólafélags Suðurlands, dags. 8. ágúst 2013,  um ráðstöfun fjár skv. samningi mennta- og menningarmálaráðuneytis við SASS og Sveitarfélagið Hornafjörð.

Til kynningar.

8. Kerfisleigusamningur við TRS, dags. 31. desember 2013.

Til kynningar.

9. Umsagnir um þingmál.

1. Frumvarp til laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku (jöfnunargjald) 237, 237. mál. http://www.althingi.is/altext/143/s/0366.html

2. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2014 – 2017, 256. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0468.html

Stjórnarformanni og framkvæmdarstjóra falið að vinna að athugasemdum við þingsályktunartillöguna og senda á stjórnarmenn.

1. Frumvarp til laga um opinber skjalasöfn (heildarlög), 246. mál. http://www.althingi.is/altext/143/s/0403.html

Lögð fram.

2. Tillaga til þingsályktunar um háhraða nettengingar í dreifbýli, 203. mál. http://www.althingi.is/altext/143/s/0260.html

10. Menningarsamningar.

a.   Athugasemdir SASS, dags. 10. janúar 2014, við tillögu mennta- og menningarmálaráðuneytisins um skiptingu framlaga til  menningarsamninga.

b.   Ályktun menningarfulltrúa vegna undirbúnings við gerð nýrra menningarsamninga við ríkið.

c.   Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti til menningarráða, dags. 20. janúar 2014., þar sem lagt er til að forsendur um framlög til mennningarsamninga verði óbreyttar frá síðasta samningi.

Stjórn SASS mótmælir vinnubrögðum ráðuneytisins harðlega í þessu máli og krefst þess að viðræður við landshlutasamtökin verði teknar upp án tafar.

11. Sóknaráætlun Suðurlands.

a.  Uppbygging símenntunar á miðsvæði Suðurlands.

      –  Lokaskýrsla.

Til kynningar.

Bréf frá framkvæmdastjórum Háskólafélags Suðurlands og    Fræðslunets Suðurlands, dags. 30. desember 2013, vegna fjármögnunar á starfi umsjónarmanns símenntunar á svæðinu árið 2014.

b.  Suðurland allt árið – lokaskýrsla.

      Til kynningar.

c.  Verktakasamningur við Magnús Hlyn Hreiðarsson,

dags. 24. janúar 2014, um tveggja mánaða starf vegna verkefnisins ,,Leyndardómar  Suðurlands“ sem er hluti Sóknaráætlunar Suðurlands.

12. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 21. janúar 2014, þar sem boðið er til þátttöku í samráðsvettvangi      vegna mótunar landskipulagsstefnu 2015 – 2026.

Lagt fram til kynningar.

 13. Framlög til atvinnuþróunar árið 2014. 

Ákvörðun Byggðastofnunar kynnt.

14. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. janúar 2014, Þar sem óskað er upplýsinga um til hvaða úrbóta  hafi verið gripið hjá SASS og byggðasamlögum á starfssvæði samtakanna til að  draga úr ágöllum á samstarfsfyrirkomulagi sveitarfélaganna.

Framkvæmdarstjóra falið að svara erindinu.

15. Fundargerð stjórnar Sambands íslenkra sveitarfélaga frá 13. desember sl.

Til kynningar.

16. Fundargerðir landshlutasamtaka

Til kynningar.

Næsti fundur fyrirhugaður í Vík 21. febrúar kl. 10:00.

Fundi slitið kl. 14:20