fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi föstudaginn 28. nóvember  2013, kl. 10.00

Mætt:  Gunnar Þorgeirsson, Gunnlaugur Grettisson (í síma), Sandra Dís Hafþórsdóttir,  Unnur Þormóðsdóttir, Helgi S. Haraldsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir (varamaður Hauks  Guðna Kristjánssonar), Reynir Arnarson, Björgvin Skafti Bjarnason (varamaður Sigríðar Láru Ásbergsdóttur), Jóhannes Gissurarson , Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson  ráðgjafi sem sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

1. Tillaga sameiginlegrar úthlutunarnefndar SASS og VSS um styrkjaúthlutun.

Þórður  gerði grein fyrir tillögunni. Tillagan samþykkt.  Samtals bárust   122 gildar umsóknir.  Veittir voru samtals  39  styrkir.  Heildaruppupphæð þeirra nam 50 millj. króna.  Samtals var sótt um 400 millj. krónur.

Gunnar Þorgeirsson og Þórður F. Sigurðsson véku af fundi við afgreiðslu málsins.

2. Tillaga að starfs- og aðgerðaáætlun fyrir næsta starfsár.

Tillagan samþykkt með breytingum.

3. Endurskoðun fjárhagsáætlunar ART verkefnisins, sbr. samþykkt aðalfundar 25. október sl.

Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað vegna málsins. Samþykkt að vinna áfram að lausn málsins með endurskoðanda SASS, ekki er gert ráð fyrir að aðildarsveitarfélögin greiði viðbótarfé á árinu 2013 og gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun 2014 standi eins og hún var lögð fram á aðalfundi SASS 2013.

4. Tillaga að þjónustusamningi  SASS og Heilbrgðiseftirlits Suðurlands.

Samningurinn samþykktur og framkvæmdastjóra falið að undirrita hann.

5. Lokaskýrsla Háskólafélags Suðurlands vegna samnings HfSu  og SASS frá 8. ágúst sl. ásamt skýrslu um samstarfsgrunn og skipulag Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands.

Til kynningar.

6. Vorfundur Sveitarstjórnarvettvangs EFTA.

Formaður greindi frá nýafstöðnum fundi Sveitarstjórnarvettvangsins sem haldinn var í Brussel og lagði til að vorfundur vettvangsins yrði haldinn á Suðurlandi næsta vor. Samþykkt að formaður vinni áfram að málinu.

7. Stöðugreining 2013 frá Byggðastofnun.

Til kynningar.

8. Yfirlit  frá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til þingmanna Suðurkjördæmis um kostnað við sjúkraflutninga árið 2012 með samanburði við kostnað annarra svæða.

Til kynningar.  Í yfirlitinu kemur fram að kostnaður á hverja klst. í útkalli er mun lægri á Suðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.  Kostnaður pr. íbúa er hinsvegar mun hærri vegna stærðar svæðisins,  langra vegalengda og dreifbýlis.  Þá ber á það að líta að sjúkraflutningar hafa aukist vegna samdráttar í þjónustu HSu sem leiðir af lægri framlögum ríkisins til starfseminnar.

9. Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingi, dags. 25. nóvember 2013, þar sem óskað er umsagnar um  frumvarp til laga um  náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0199.html

Stjórn SASS tekur ekki afstöðu til þess hvort fella beri lögin brott sem taka eiga gildi á næsta ári eða endurskoða þau. Stjórnin vill þó halda til haga eftirtöldum atriðum  sem höfð verði að leiðarljósi:

  1. Haft verði nánara samráð við sveitarfélögin.
  2. Verkaskipting á milli ríkisstofnana og sveitarfélaga verði skýrari og skipulagsvald sveitarfélaganna verði skýrt afmarkað þannig að það skerðist ekki.
  3. Ekki verði gengið í berhögg við skipulagsvald sveitarfélaga við friðlýsingu vatna- og jarðhitasvæða.
  4. Kostnaði vegn nýrra eða enduskoðaðra laga verði ekki velt yfir á sveitarfélögin nema tekjur komi á móti.

10. Bréf frá ÍSÍ, dags. 5.  september 2013,  þar sem leitað er samstarfs við sveitarfélög  um verkefnið ,,Fyrirmyndarfélag ÍSÍ“.

Óskað eftir að ÍSÍ beini fyrirspurn sinni beint til aðildarsveitarfélaganna.

11. Tenging aðalmanna og varamanna í stjórn SASS sbr. umræður á síðasta fundi. 

Lögð fram tillaga sem var samþykkt.

12. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. nóvember sl.

Til kynningar.

13. Fundargerðir landshlutasamtaka.

Til kynningar.

14. Kauptilboð frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 28. nóvember 2013, í hlut SASS í Borgarþróun ehf.

Framkvæmdastjóra falið að afla gagna um verðmæti eignarhlutarins og leitar eftir staðfestingu stjórnar í tölvupósti fyrir 5. desember n.k.

Fundi slitið kl. 12:10