fbpx

símafundur haldinn fimmtudaginn 17. október  2013  kl. 12.00

Mætt: :  Gunnar Þorgeirsson, Haukur Guðni Kristjánsson,  Unnur Þormóðsdóttir, Sandra Hafþórsdóttir, Helgi Haraldsson,  Gunnlaugur Grettisson, Reynir Arnarson  og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Jóhannes Gissurarson boðaði forföll.

Gestur fundarins: Einar Kristjánsson sviðsstjóri hjá Strætó bs.

Dagskrá

1. Fundargerð um strætóakstur á landsbyggðinn frá 2. október sl.

Til kynningar.

2. Tillaga að nýrri gjaldskrá

Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttu grunngjaldi en afsláttargjöld verði samræmd við 50% afslátt af grunngjaldi og gildi fyrir  börn og unglinga 6 -18 ára og aldraða og öryrkja.  Tillagan nær til allra landsvæða þar sem almenningssamgöngur eru reknar af landshlutasamtökunum.

Einar Kristjánsson gerði grein fyrir tillögunni.

Tillagan samþykkt en gjaldskráin  mun þó ekki koma  að fullu  til framkvæmdar  gagnvart  börnum og unglingum fyrr en haustið 2014.  Lögð verður fram tillaga um útfærslu  áfangahækkana ásamt greinargerð á næsta stjórnarfundi sem m.a. felur í sér greiningu á fjölda og hlutfalli  barna, unglinga og aldraðra og öryrkja  af heildarfjölda farþega.

Gunnlaugur Grettisson sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Fram koma að Jóhannes Gissurarson hefur lýst sig samþykkan tillögunni og mun staðfesta það með tölvupósti..

Fundi slitið kl. 13:00