fbpx

haldinn  að Austurvegi 56, mánudaginn 7. október  2013  kl. 12.30

Mætt: :  Gunnar Þorgeirsson, Haukur Guðni Kristjánsson,  Aðalsteinn Sveinsson, Unnur Þormóðsdóttir, Sandra Hafþórsdóttir, Jóhannes Gissurarson (í síma), Gunnlaugur Grettisson (Í síma) og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Reynir Arnarson og varamenn þeirra boðuðu forföll.

Gestur fundarins: Kristín Hreinsdóttir

 Dagskrá

 1. Dagskrá ársþings og aðalfundar SASS  24. og 25. október.

Lögð fram og samþykkt með lítils háttar breytingu.

 2. Fjárhagsáætlun SASS.

Áætlunin samþykkt og henni vísað til aðalfundar.

 3. Endurskoðuð fjárhagsáætlun ARTverkefnisins.

Kristín Hreinsdóttir gerði grein fyrir áætluninni.

Samþykkt að vísa henni til aðalfundar.

 4. Starfsskýrsla SASS 2012 – 2013.

Skýrslan ekki tilbúin. Verður send stjórnarmönnum í tölvupósti til samþykkar eigi síðar en á miðvikudag.

 5. Stefnumótun í menningarmálum 2013 -2020.

Lögð fram til kynningar. Vísað til aðalfundar.

 6. Tillaga að samþykktum SASS.

Til kynningar.

 7. Bréf Mýrdalshrepps, dags.  26. september 2013  vegna tillögu að nýjum samþykktum.

Til kynningar.

 8. Tilaga að fundarsköpum fyrir aðalfund SASS og tengdra stofnana.

Samþykkt að vísa tillögunni til aðalfundar.

 9. Bréf velferðarráðuneytisins, dags. 25. september 2013 um áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma.

http://www.hsu.is/wordpress/wp-content/uploads/2013/09/Áform-um-sameiningu-heilbrst-001.pdf.

Til kynningar

10. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 23. september 2013 varðandi framlög vegna sóknaráætlunarvinnu 2013.

Samkvæmt bréfinu koma 3,8 mkr í hlut SASS á þessu ári.

11. Fjárlagafrumvarp 2014.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0001.html.

a. Framkvæmdir á Suðurlandi

Stjórn SASS lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar sem birtist í fjárlagafrumvarpinu að hætta við allar stærri framkvæmdir á Suðurlandi þ.e. viðbyggingu og endurbætur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, byggingu verknámshúss við Fjölbrautaskóla Suðurlands og byggingu Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri. Jafnframt mótmælir stjórn SASS harðlega vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar að fara ekki að gildandi fjárlögum en gert er ráð fyrir framlögum til allra þessara verkefna á þessu ári. Stjórn SASS skorar á Alþingi og einkum þingmenn sunnlendinga að koma í veg fyrir þessi áform.

b. Sóknaráætlun.

Stjórn SASS lýsir yfir mikilli óánægju með að framlög til sóknaráætlana landshluta verði skorin niður að fullu á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þessi fyrirætlun kemur sérstaklega á óvart þar sem almenn ánægja er í öllum landshlutum með hvernig til hefur tekist. Sóknaráætlunarvinnan hefur leitt til nýrra vinnubragða sem ástæða er til að styrkja enn frekar. Þá eru ýmis verkefni farin af stað sem nauðsynlegt er að halda áfram með til að tilætluðum árangri verði náð.

c. Framlög til símenntunar.

Lagt var fram yfirlit sem Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands hefur unnið ásamt greinargerð. Yfirliti nær aftur til ársins 1998. Samkvæmt því eru framlög til Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands ekki í neinu samræmi við framlög til sambærilegra stofnana. Verulegum vonbrigðum veldur að engar breytingar verða samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, þrátt fyrir að erindið hafi verið sent til menntamálaráðuneytisins í ágúst sl. Þar sem óskað var eftir að framlögin yrðu endurskoðuð.      

12. Fundargerðir landshlutasamtaka.

Til kynningar.

Fundi slitið kl. 15:00