fbpx

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi föstudaginn 26. apríl 2013, kl. 12.30.

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir (varamaður Hauks Guðna Kristjánssonar), Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Sandra Hafþórsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir, Gunnlaugur Grettisson, Ari Thoraraensen (varamaður Helga Haraldssonar, Reynir Arnarson (í síma), Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson ráðgjafi sem ritaði fundargerð. Jóhannes Gissurarson og varamaður hans boðuðu forföll.

Fundargerð var færð í tölvu.

Dagskrá

 1. Almenningssamgöngur.
a. Rekstraryfirlit fyrir janúar – mars.
Rekstrarniðurstaða er jákvæð.
b. Samkomulag við Reykjavík Excursions, dags. 15. mars 2013.
Samkomulagið er sambærilegt við það sem gert var við fyrirtækið á síðasta ári.
c. Samningur um tilraunaverkefni um skipulag almenningssamgangna milli byggðakjarna og tengingu við höfuðborgarsvæðið, dags.
6. desember 2012.
Samningurinn gerir ráð fyrir 29 mkr. framlagi til SASS árið 2013 og er ætlað til að efla almenningssamgöngur á leiðum milli höfuðborgarsvæðisins og helstu byggðakjarna á Suðurlandi.
d. Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 14. febrúar 2013, vegna leiðakerfis almenningsvagna á Selfossi.
Verið er að athuga breytingar á leiðum almenningsvagna á Selfossi í samræmi við efni bréfsins. Um minni háttar breytingar er að ræða.
e. Möguleikar á bættum almenningssamgöngum við Þorlákshöfn. Samþykkt að taka upp daglegar ferðir á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur kvölds og morgna alla virka daga þegar vetraráætlun tekur gildi næsta haust. Áætlaður kostnaður er um 10 milljónir króna á ári. Reynslan ef þessum akstri verði metin við lok vetraráætlunar vorið 2014. Nauðsynlegt er að sveitarfélagið og SASS kynni verkefnið í tíma.

 2. Rekstraryfirlit janúar – mars.
Lagt fram. Reksturinn er innan marka fjárhagsáætlunar.

 3. Vaxtarsamningur Suðurlands.
a. Samkomulag SASS og VSS, dags. 4. apríl 2013, um markmið og áherslur á grundvelli Sóknaráætlunar Suðurlands 2013.
Í samkomulaginu kemur fram að um sameiginlegar styrkveitingar Vaxtarsamningsins og SASS verður að ræða á þessu ári. Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki og rennur frestur út 6. maí nk. Samþykkt að tilnefna Söndru Hafþórsdóttur og Hauk Guðni Kristjánsson í sameiginlega verkefnisstjórn vegna styrkveitinganna.
b. Viðauki við Vaxtarsamning Suðurlands um átaksverkefni, dags.
4. apríl 2013.
Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að SASS sé heimilt að ráðstafa að hámarki 10% af árlegu framlagi sem snýr að : uppbyggingu og eflingu klasasamstarfs og fræðslu á því sviði, mótun á áherslum fyrir þróunaráætlun næsta samningstímabils og árangursmati fyrir yfirstandandi samningstímabil.

 4. Sóknaráætlun.
a. Samningur fjármálaráðuneytisins og SASS, dags. 22. mars 2013, um framkvæmd sóknaráætlunar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 2013.
Til kynningar. Samkvæmt samningnum fær SASS samtals 52,9 mkr. til verkefna Sóknaráætlunar Suðurlands.
b. Fundargerð stýrinets Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta frá 21. febrúar sl.
Til kynningar. Með tilvísun til liðar 4 í fundargerðinni, hvetur stjórn SASS Byggðastofnun að hefja hið fyrsta vinnu við sérstakan stuðning við sveitarfélög í bráðum vanda, en Skaftárhreppur er eitt af þeim sveitarfélögum.
c. Bréf frá Mýrdalshreppi, dags. 22. febrúar 2013, þar sem fagnað er tilkomu sóknaráætlunar og átaksverkefni um eflingu símenntunar í
V-Skaftafellssýslu.
Til kynningar.
d. Yfirlit yfir stöðu verkefna sóknaráætlunar á vegum SASS. Lagt fram á fundinum. Eftirtaldir stjórnarmenn voru tilnefndir í starfshópa verkefnanna:
i. Sigríður Lára; Efling samstarfs um mennta- og fræðastarf á Suðurlandi
ii. Sigríður Lára; Uppbygging símenntunar á miðsvæðinu
iii. Sigríður Lára; Menntalestin á Suðurlandi
iv. Helgi Haraldsson; Upplýsingagátt Suðurlands
v. Unnur Þormóðsdóttir; Listnám, nýsköpun og skapandi greinar á Suðurlandi
vi. Sandra og Haukur Guðni; Styrkir og stuðningsaðgerðir til eflingar atvinnulífs
vii. Gunnar Þorgeirsson; Bændamarkaður Suðurlands
viii. Reynir og Gunnlaugur; Suðurland allt árið

 5. Stefnumótun SASS.

a. Niðurstöður stefnumótunarverkefnis.
Niðurstöður samþykktar.
b. Drög að aðgerðaáætlun 2013.
Áætlunin samþykkt.
c. Skipurit SASS.
Skipuritið samþykkt.
d. Drög að starfslýsingum.
Starfslýsingar samþykktar með lítilsháttar breytingum.
e. Drög að starfsmannastefnu.
Drögin kynnt.

f. Starfsmannahandbók.
Unnið er að gerð starfsmannahandbókar.

Niðurstöður a, b og c liðar verða sendar með fundargerð til aðildarsveitarfélaga.

 6. Samningur Byggðastofnunar og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 5. apríl 2013.
Samkvæmt samningnum verður framlag Byggðastofnunar til SASS 23,8 mkr. 2013 og hækkar um 3,5 mkr. frá fyrra ári.

 7. Bréf frá formanni fagráðs Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands, dags. 20. febrúar 2013, þar sem óskað er tilnefningar 1 fulltrúa frá SASS í fagráðið.
Samþykkt að tilnefna Fanneyju Björg Sveinsdóttur í fagráðið.

 8. Tilnefning 2 varafulltrúa í stjórn Markaðsstofu Suðurlands.
Samþykkt að tilnefna Sigríði Láru Ásbergsdóttur og Finnboga Alfreðsson sem varamenn SASS í stjórnina.

 9. Afsögn núverandi fulltrúa SASS í fagráði Sérdeildar Suðurlands og skipan nýs fulltrúa.
Samþykkt að tilnefna Þorvarð Hjaltason sem aðalmann og Gunnar Þorgeirsson sem varamann í fagráðið.

10. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 4. apríl 2013, varðandi framlög sjóðsins til landshlutasamtakanna á þessu ári.
Samkvæmt bréfinu nemur framlag sjóðins til SASS kr. 21.575.000 á þessu ári. Þá mun sjóðurinn leggja til landshlutasamtakanna í heild kr. 25.000.000 á þessu ári vegna vinnu við sóknaráætlanir landshluta. Stjórn SASS hvetur til þess að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga útdeili þessum fjármunum m.t.t. stærðar svæðanna og íbúafjölda.

11. Samkomulag Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, um meginatriði verkefnisins ,,Efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi“, dags. 14. mars 2013.
Til kynningar.

12. Skipulagsskrá fyrir Þekkingarsetrið Nýheima.
Til kynningar.

13. Erindi til velferðarráðuneytisisns vegna aukinnar hjúkrunarrýmisþarfar á Suðurlandi.
Drög lögð fram. Samþykkt að senda ráðuneytinu erindi vegna stefnumörkunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma.

14. Ársreikningur SASS 2012.
Frestað til næsta fundar.

15. Önnur mál
a. Samningur um ART verkefnið.
Samningur um verkefnið er undirritaður af hálfu SASS og SKS. Beðið er eftir staðfestingu velferðarráðuneytisins.
b. Húsnæðisaðstaða á Hvolsvelli fyrir starfsmenn.
Framkvæmdastjóra falið að skoða þá kosti sem í boði eru.
c. Atvinnumálastefna sveitarfélaga.
Samþykkt að hefja þarfagreiningu hjá sveitarfélögunum.
d. Tíma- og staðsetning ársþings 2013
Ákveðið að halda þingi 24. og 25. október. Staðsetning áfram í skoðun.
e. Endurskoðun á samþykktum SASS
Eftirtaldir voru skipaðir í starfshóp um verkefnið; Ásta Stefánsdóttir, Jón G. Valgeirsson og Gunnar Þorgeirsson.

Fundi slitið kl. 15:00