fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi föstudaginn 8. febrúar 2013, kl. 12.30

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Gunnlaugur Grettisson ( í síma), Haukur Guðni Kristjánsson, Jóhannes Gissurarson, Ragnar Magnússon (varamaður Sigríðar Láru Ásbergsdóttur), Sandra Hafþórsdóttir, Aðalsteinn Sveinsson (varamaður Unnar Þormóðsdóttur), Ari Thorarensen (varamaður Helga Haraldssonar), Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson ráðgjafi sem ritaði fundargerð. Reynir Arnarson og varamaður hans boðuðu forföll.

Fundargerð var færð í tölvu.

Dagskrá

 1. Framlag Byggðastofnunar til SASS 2013.
Bréf frá Byggðastofnun, dags. 25. janúar 2013.
Samkvæmt bréfinu hækkar framlag stofnunarinnar um rúmar 3,4 millj. króna á milli ára og verður samtals 24 millj. kr.

 2. Vaxtarsamningur Suðurlands.
Greint frá fundi stjórnar vaxtarsamningsins frá 6. febrúar sl.
Vilji er fyrir því innan stjórnar samningsins að vinna að sameiginlegum styrkveitingum með SASS á þessu ári. Stefnt er að því að gera samning um það á næstu vikum.

 3. Ráðning ráðgjafa/verkefnastjóra.
Ráðnir hafa verið tveir ráðgjafar/verkefnastjórar til starfa, Fanney Björg Sveinsdóttir og Þórarinn Egill Sveinsson. Tóku þau til starfa
1. febrúar.

Auglýst hefur verið eftir ráðgjafa/verkefnastjóra með aðsetur í Vestmannaeyjum og rennur umsóknarfrestur út á morgun 9. febrúar. Þegar hafa borist 11 umsóknir.

Í ljósi hækkunar framlags Byggðastofnunar til SASS og samnings við Vaxtarsamning Suðurlands um aukna þátttöku í rekstrarkostanði sem leiðir af starfsemi samningsins samþykkir stjórn SASS að ráða einn ráðgjafa til viðbótar og verði hann valinn úr umsóknum sem bárust í janúar.

 4. Fundargerð stýrinets Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta frá 10. janúar sl.
Til kynningar.

 5. Sóknaráætlun Suðurlands.
Tillaga að sóknaráætlun fyrir Suðurland kynnt. Á fundi samráðsvettvangs sóknaráætlunar sem haldinn var í gær var tillagan kynnt og samþykkt. Lagðar fram athugasemdir Páls Marvins Jónssonar, Arnars Sigurmundssonar og Írisar Róbertsdóttur.
Tillagan samþykkt. Þorvarði og Þórði falið að leggja lokahönd á áætlunina og senda stjórnvöldum.

6. Ályktanir formanna og menningarfulltrúa menningarráða.
a. Vegna sóknaráætlana landshluta.
b. Um endurnýjun menningarsamninga.
Vegna ályktunar um endurnýjun menningarsamninga samþykkti stjórn SASS eftirfarandi ályktun:

Stjórn SASS leggur áherslu á að staðið verði við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 21. júní 2012 að framlög, sem hingað til hafa komið til atvinnuþróunarfélaga, menningarsamninga og vaxtarsamninga eftir mismunandi leiðum frá viðkomandi fagráðuneytum og undirstofnunum þeirra, renni eftir sameiginlegum farvegi frá og með næstu áramótum til landshlutasamtaka sveitarfélaga/sóknaráætlunarsvæða. Jafnframt tekur stjórn SASS fram að landshlutasamtökin eru ábyrgðar- og samningsaðilar við ríkið um menningarsamningana.

 7. Stefnumótun fyrir SASS.
Áætlað er að stefnumótunvinnan hefjist í byrjun mars. Farið yfir drög að verkáætlun.

 8. Yfirlit um verkefni á Suðurlandi sem kynnt voru í kjölfar ríkisstjórnarfundar sem haldinn var á Selfossi 25. janúar sl.
Til kynningar.

 9. Samningur mennta- og menningarmálaráðneytisins við Sveitarfélagið Hornafjörð og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2013, um verkefnið: Efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi.
Fram kom að stefnt er að fundi með fulltrúa menntamálaráðuneytisins nk. mánudag um útfærslu samningsins.

10. Umsagnarbeiðir frá Alþingi.
a. Frumvarp til laga um náttúruvernd, 429. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0537.html
Lagt fram minnisblað formanns og umsögn Bláskógabyggðar. Framkvæmdastjóra og formanni falið að móta endanlega umsögn um frumvarpið.
b. Tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020, 470. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0604.html
Lagt fram.
c. Tillaga til þingsályktunar um endurbætur björgunarskipa, 471. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0605.html
Stjórn SASS mælir með tillögunni.
d. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 449. mál. (heimild til rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár). http://www.althingi.is/altext/141/s/0563.html
Stjórnin mælir með samþykkt frumvarpsins.
e. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 204. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0211.html
Stjórn SASS leggst gegn frumvarpinu.
f. Tillaga til þingssályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0175.html
Stjórnin mælir með samþykkt tillögunnar og vísar til eftirfarandi ályktunar ársþings SASS fá því 19. október sl.:

,,Ársþingið leggur áherslu á að Hornafjarðarflugvöllur fái aftur löggildingu sem millilandaflugvöllur með áherslu á ferju- og einkaflug. Staðsetning flugvallarins gerir það að verkum að hann er fyrsti kostur í ferjuflugi milli meginlands Evrópu og Íslands og þýðingarmikill í uppbyggingu ferðaþjónustu á þessu landsvæði.“

g. Tillaga til þingsályktunar um skilgreiningu auðlinda, 35. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0035.html
Lögð fram.
h. Tillaga til þingsályktunar um bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum, 193. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0196.html
Lögð fram.
i. Frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0315.html
Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna að tillögu að svari sem send yrði stjórnarmönnum til samþykktar.

Fundi slitið kl. 14:10