fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi föstudaginn 21. september 2012, kl. 11.00

Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Elín Einarsdóttir, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Ásgerður Gylfadóttir (í síma), Gunnlaugur Grettisson (í síma) og Þorvarður Hjaltason sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 1. Fundargerðir velferðamálanefndar SASS frá 3. og 17. september sl.
Fundargerðirnar staðfestar.

 2. Bréf frá Hveragerðisbæ, dags. 7. september 2012, þar sem óskað er upplýsinga um rekstur almenningssamgangna fyrstu 6 mánuði ársins.
Bréf hefur verið sent til aðildarsveitarfélaga með rekstraryfirliti fyrstu átta mánaða ársins.

 3. Drög að viðauka við þjónustusamning SASS og Strætó bs vegna viðbótaraksturs sem hófst 20. ágúst sl.
Framkvæmdastjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd SASS.

 4. Ársþing SASS
a. Drög að dagskrám ársþings og aðalfundar SASS.
Drögin samþykkt með lítils háttar breytingum.
b. Drög að fjárhagsáætlun.
Drögin samþykkt.
c. Tillaga að sameiningu SASS og AÞS.
Tillagan samþykkt.
d. Tillaga að breytingum á samþykktum SASS.
Samþykkt.
e. Tillögur til ársþings.
Engar aðrar tillögur liggja fyrir.
f. Skýrsla stjórnar.
Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Fundi slitið kl. 13.10