fbpx

Símafundur haldinn miðvikudaginn 2. maí kl. 12.15

Í fundinum tóku þátt: Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Haukur Kristjánsson, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Reynir Arnarson og Þorvarður Hjaltason sem ritaði fundargerð. Elín Einarsdóttir og Gunnlaugur Grettisson boðuðu forföll. Einnig tóku þátt í fyrri hluta fundarins; Einar Kristjánsson hjá Strætó bs. og Aðalsteinn Sigurþórsson og Svanhildur Jónsdóttir hjá VSÓ.

Dagskrá:

 1. Stækkun almenningssamgöngukerfis SASS
Lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar, dags. 1. maí 2012, þar sem farið yfir kostnaðaráætlun vegna hugsanlegra samninga annars vegar við Fjölbrautaskóla Suðurlands um yfirtöku SASS á akstri með nemendur skólans og hins vegar við sveitarfélagið Árborg um yfirtöku á Árborgarstrætó og samnýtingu við skólaakstur og sveitarfélögin Ölfus, Ásahrepp, Rangárþing ytra og Rangárþing eystra um fjölgun ferða í tengslum við breytingar á skólaakstrinum ásamt opnun hans fyrir almenning. Svanhildur Jónsdóttir og Aðalsteinn Sigurþórsson gerðu grein fyrir kostnaðaráætluninni.

Einnig var lögð fram greinargerð framkvæmdastjóra um sama mál.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt:

Stjórn SASS samþykkir að veita formanni og framkvæmdastjóra umboð til að ganga til samninga annars vegar við Fjölbrautaskóla Suðurlands um skólaakstur fyrir nemendur hans og hins vegar við Sveitarfélögin Ölfus, Ásahrepp, Rangárþing ytra og Rangárþing eystra um aukinn akstur til og frá sveitarfélögunum á grundvelli minnisblaðs VSÓ ráðgjafar,dags. 1. maí 2012, og greinargerðar framkvæmdastjóra. Jafnframt samþykkir stjórnin að veita framkvæmdastjóra og varaformanni umboð til að ganga til samninga við Sveitarfélagið Árborg á grundvelli áðurnefnds minnisblaðs og greinargerðar.

Fundi slitið kl. 13.00.