fbpx

 haldinn að Hótel Rangá föstudaginn 9. desember 2011, kl. 17.00

Þátttakendur: Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Elín Einarsdóttir, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Reynir Arnarson og Gunnlaugur Grettisson boðuðu forföll.

Dagskrá

1. Almenningssamgöngur.

a. Samningur við Hópbíla hf.

Undirritaður samningur lagður fram.

Sigríður Lára ítrekar afstöðu Sveitarfélagsins Ölfuss vegna áður boðaðrar hádegisferðar á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og leggur áherslu á að áætlunin verði endurskoðuð frá og með næsta hausti.

b. Kæra Bíla og fólks ehf. til kærunefndar útboðsmála.

Lögð fram greinargerð Óskars Sigurðssonar hrl til kærunefndar fyrir hönd SASS.

2. Sóknaráætlun landshluta.

a. Fréttatilkynning frá forsætisráðuneytinu.

Í tilkynningunni kemur fram að ART verkefnið fær 7 m.kr. framlag á fjárlögum næstu 4 ár.

b. Minnisblað landshlutasamtaka vegna fundar með innanríkisráðherra og velferðarráðherra frá 25. nóvember sl.

Til kynningar.

3. Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, dags. 24. nóvember 2011, varðandi endurskipulagningu heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

Stjórn SASS mótmælir harkalega þeirri ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að leggja niður heilsugæslustöðina á Hellu og krefst þess að starfsemin verði ekki skert. Ef sú ákvörðun verður að veruleika er ljóst að þjónustu við íbúana hrakar verulega og búsetuskilyrði versna. Nauðsynlegt er að í öllum stærri byggðakjörnum á Suðurlandi sé aðgangur að heilsugæslu. Ákvörðunin er ekki í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að standa vörð um heilsugæsluna þrátt fyrir niðurskurð í heilbrigðismálum. Stjórn SASS lýsir einnig yfir miklum áhyggjum vegna samdráttar á þjónustu stofnunarinnar í Vestur – Skaftafellssýslu, bæði hvað varðar læknisþjónustu og sjúkraflutninga. Málið er sérstaklega alvarlegt í ljósi náttúruhamfara sem hafa orðið á þessu svæði, hættu á frekari náttúruhamförum og fjarlægðar frá næsta sjúkrahúsi.

Stjórn SASS skorar á velferðarráðherra, Alþingi og þingmenn kjördæmisins að skapa HSu skilyrði til að veita grunnþjónustu alls staðar á Suðurlandi.

4. Erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögnum um eftirfarandi þingmál:

a. Frumvarp til laga um náttúruvernd (refsingar fyrir náttúruspjöll, 63. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0063.html

Lagt fram.

b. Tillaga til þingsályktunar um undirbúning og stækkun Þorlákshafnar 95. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0095.html

Stjórn SASS mælir með samþykkt tillögunnar sem er í samræmi við

eftirfarandi ályktun ársþings samtakanna:

,,Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, haldið í Vík 28. og 29. október 2011, leggur áherslu á að hafin verði uppbygging stórskipahafnar í Þorlákshöfn. Fyrir liggur að staðsetning orkufrekrar starfsemi í Ölfusi er einkar hagstæð og því nauðsynlegt að þar verði byggð upp stórskipahöfn.“

c. Frumvarp til laga um náttúruvernd (akstur utan vega o.fl.), 225. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0231.html

Lögð fram.

d. Tillaga til þingsályktunar um nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi, 27. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0037.html

Lögð fram.

5. Efni frá landshlutasamtökunum.

Til kynningar.

Fundi slitið kl. 18.30