fbpx

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi föstudaginn 11. nóvember 2011 kl.  12.00

Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Elín Einarsdóttir, Reynir Arnarson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Sigríður Lára Ásbergsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Gunnlaugur Grettisson boðaði forföll.  Á fundinn kom einnig Kristín Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands.

Dagskrá:

1. Fundargerð aðalfundar SASS

Farið yfir fundargerðina. Framkvæmdastjóri upplýsti að verið væri að senda út bréf vegna ályktana þingsins til hlutaðeigandi aðila. Rætt um fyrirkomulag og framsetningu ályktana ársþingsins. Í samræmi við ályktun aðalfundar var samþykkt að tilnefna Elfu Dögg Þórðardóttur, Reyni Arnarson og Gunnlaug Grettisson í starfshóp sem hafi það að markmiði að sameina SASS og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Atvinnuþróunarfélagið hefur þegar skipað fulltrúa sína í starfshópinn.

2. Erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögnum um eftirfarandi þingmál:

a. Frumvarp til laga um fólksflutninga og farmflutninga á landi (einkaleyfi), 192. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0197.html

Stjórnin mælir með samþykkt frumvarpsins.

b. Frumvarp til laga um stimpilgjald (afnám stimpilgjalds vegna kaupa á íbúðarhúsnæði), 44. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0044.html

Stjórnin mælir með samþykkt frumvarpsins.

c. Frumvarp til laga um varnarmálalög og lög um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af ratsjárstöðvum), 203 mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0208.html

Stjórnin mælir með samþykkt frumvarpsins og leggur jafnframt til að aðrar undanþágur vegna fasteignaskatts verði felldar niður.

d. Tillaga til þingsályktunar um höfuðborg Íslands, 29. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0029.html

Stjórn SASS tekur undir meginhugmynd þingsályktunartillögunnar en leggur áherslu á aðkomu landsbyggðarinnar að viðræðum um hugsanlegan samning.

3. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 25. október 2011, varðandi landskipulagsstefnu 2012 – 2024.

Samþykkt að tilnefna Elfu Dögg Þórðardóttur sem fulltrúa SASS í samráðsvettvangi um landskipulagsstefnu og Þorvarð Hjaltason til vara.

4. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu, dags. 3. nóvember 2011, þar sem óskað er eftir umsögn um drög að nýrri skipulagsreglugerð http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1934

Framkvæmdastjóra falið að senda stjórn tillögu að umsögn að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

5. Bréf frá Hveragerðisbæ, dags. 3. nóvember 2011,varðandi tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðisnefnd.

Í bréfinu er óskað eftir því við stjórn SASS að hún kanni vilja sveitarfélaganna til að sameinast um tilnefningar til að lækka kostnað og gera starf nefndarinnar skilvirkara.

Stjórn SASS samþykkir að kanna vilja sveitarfélaganna til að sameinast um tilnefningar í nefndina.

6. Nám í talmeinafræði

Kristín Hreinsdóttir gerði grein fyrir málinu. Eftirfarandi samþykkt var gerð:

Stjórn SASS fagnar því að á Heilbrigðisvísindasviði HÍ hafi verið tekið upp nám í talmeinafræði. Það var löngu tímabært, enda skortur á talmeinafræðingum mikill, einkum víða á landsbyggðinni. Sunnlendingar hafa lengi búið við skort á þjónustu talmeinafræðinga. Foreldrar hafa þurft að keyra börn sín til Reykjavíkur í þjálfun og á fjarlægari svæðum á Suðurlandi kostar það foreldra oft heilan dag frá vinnu, auk ferðakostnaðar. Þetta hefur m.a. orðið til þess að fjöldi barna á Suðurlandi fær ekki þá þjálfun sem þau nauðsynlega þurfa.

Stjórn SASS beinir þeim tilmælum til Læknadeildar Háskóla Íslands að tekið verði tillit til þeirra svæða þar sem skortur á þjónustu talmeinafræðinga er hvað mestur þegar valið er inn í talmeinafræðinámið á næsta ári og óskar eftir að tekið verði tillit til búsetu sé hæfni að öðru leyti sambærileg.

7. Skipting viðbótarframlags Alþingis til menningarsamninga.

Framkvæmdatjóri gerði grein fyrir viðræðum landshlutasamtakanna og menntamálaráðuneytisins um skiptingu á milli menningarsamninganna.

8. Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

a. Fundargerð samráðsnefndar stjórnar sambandsins og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna frá 14. október sl.

b. Fundargerð samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga frá 5. október sl.

c. Fundargerð stjórnar frá 28. október sl.

Til kynningar.

9. Fundargerðir frá landshlutasamtökunum.

Til kynningar.

Fundi slitið kl. 13.10