fbpx

 haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 10. júní  2011,  kl. 12.00

Mætt:  Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Elín Einarsdóttir,  Ásgerður Gylfadóttir (í síma), Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Haukur Kristjánsson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Elliði Vignisson og varamaður hans  boðuðu forföll.

Formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna til fundar.

Dagskrá

1. Sóknaráætlun fyrir Suðurland.

Eftirfarandi atriði rædd:

Fundargerð samráðshóps frá 27. maí sl. ásamt yfirliti iðnaðarráðuneytisins um stoðkerfið.

Minnisblað frá forsætisráðuneytinu, dags. 31. maí 2011.

Bréf frá innanríkisráðuneytinu, dags. 10. maí 2011, varðandi samgönguáætlun og sóknaráætlanir landshluta.

Samvinna við Vegagerðina vegna  sóknaráætlunar – bréf frá SASS, dags. 26. maí sl. og svarbréf Vegagerðarinnar, dags.30. maí sl.

Framkvæmdastjóra falið að koma upplýsingum á framfæri við sveitarfélögin um sóknaráætlunarvinnuna.

2. Efling sveitarstjórnarstigsins á Suðurlandi

Fundargerð  starfshóps frá 31. maí sl.

Bréf frá Vestmannaeyjabæ, dags. 26. maí 2011, þar sem fram kemur að  sveitarfélagið hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu.

3. Almenningssamgöngur á Suðurlandi.

Eftirfarandi atriði rædd:

Fundargerðir  starfshóps um almenningssamgöngur frá 10., 24.  og 31. maí sl.

Kostnaðargreining , tillaga að þjónustuframboði og tillaga að kostnaðarskiptingu aðildarsveitarfélaganna vegna hugsanlegs umframkostnaðar.

Afrit af bréfi innanríkisráðuneyti til menntamálaráðuneytis, dags. 18. apríl 2011, varðandi breytingar á fyrirkomulagi akstursstyrkja til framhaldsskólanema.

Drög að samningi við Vegagerðina.

Samþykkt að senda aðildarsveitarfélögunum lokadrög starfshóps að samningi þegar þau liggja fyrir ásamt kostnaðargreiningu.

4. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu, dags. 31. maí 2011, varðandi gerð nýrrar byggingarreglugerðar.

Til kynningar.

5. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 23. maí 2011,  varðandi stefnumótun um friðlýst svæði í  umsjón Umhverfisstofnunar.

Til kynningar.

6. Tímasetning ársþings SASS.

Samþykkt að halda ársþingið dagana 28. og 29. október nk.

Fundarstaður er  Vík í Mýrdal eins og áður hefur verið ákveðið.

7. Málefni hjúkrunarheimila á Suðurlandi.

Boðaður hefur  verið fundur  með rekstraraðilum hjúkrunarheimila, alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum  í Tryggvaskála 21. júní nk.

8. Viðbrögð vegna eldgoss í Grímsvötnum.

Stjórn SASS skorar á ríkisstjórnina  að bregðast enn frekar við þeim mikla vanda sem steðjar að sveitarfélögum í V-Skaftafellssýslu og íbúum þeirra.  Einkum og sér í lagi á það við um Skaftárhrepp en þar urðu áhrif eldgossins mest.  Tryggja þarf að  Bjargráðasjóður geti  bætt bændum það tjón sem þeir hafa orðið fyrir og aðstoða þarf sveitarfélagið sem á við erfiða fjárhagsstöðu að glíma.  Stjórn SASS bendir einnig á að sveitarfélagið á við mikinn byggðavanda að stríða, fólksfækkun og óhagsstæða aldurssamsetningu íbúa  og í raun  mun meiri vanda en svæði sem ríkisstjórnin hefur nýverið styrkt með ýmsum aðgerðum.

9. Fundargerðir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtökunum.

Til kynningar.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn 12. ágúst.

Fundi slitið kl. 13.15