fbpx

 

418. fundur stjórnar SASS

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi

mánudaginn 20. október 2008, kl. 11:00

Mættir: Sveinn Pálsson, Guðmundur Þór Guðjónsson, Gylfi Þorkelsson, Jón Hjartarson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Þorgils Torfi Jónsson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Elliði Vignisson var í fjarfundarsambandi.

Fundargerðin var færð í tölvu.

Dagskrá

1. Fundargerð mennta- og menningamálanefndar SASS frá

30. september. sl. Óskað er trúnaðar um lið 1 fram að aðalfundi.

Fundargerðin staðfest.

2. Tillaga að nýjum starfslýsingum fyrir SASS.

Tillagan samþykkt.

Elliði lagði fram eftirfarandi bókun: ,,Sit hjá við afgreiðslu þessa máls og vísa til fyrri bókunar. Tel einnig að lengra hefði þurft að ganga í að ná niður kostnaði við rekstur svo sem með uppsögnum á launaliðum og fleira.”

Þorgils Torfi sat hjá.

3. Tillaga að breyttum samþykktum SASS.

Tillagan samþykkt með áorðnum breytingum. Elliði lagði fram eftirfarandi bókun: ,,Hef áður gert grein fyrir því að ég tel ekki nægilega langt gengið í breytingum. Sit hjá við afgreiðslu með vísan í fyrri bókanir.”

Þorgils Torfi sat hjá

4. Afgreiðsla á tillögum stýrihóps um endurskoðun á starfsemi SASS, sbr. samþykkt síðasta aðalfundar.

Formaður lagði fram tillögu og gerði grein fyrir henni. Tillagan samþykkt með áorðnum breytingum. Elliði sat hjá og vísaði til fyrri bókunar um sama mál. Þorgils Torfi sat hjá.

5. Ársþing SASS og aðalfundur– dagskrár.

Dagskrár ársþings og aðalfundar samþykktar með lítils háttar breytingu.

6. Fjárhagsáætlun 2008.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir beyttum forsendum. Fjárhagsáætlunin samþykkt miðað við breyttar forsendur. Framkvæmdastjóri sendir stjórnarmönnum áætlunina til endanlegrar staðfestingar.

7. Drög að fjárhagsáætlun vegna ART meðferðarteymis (áframhald Gaulverjabæjarverkefnis).

Kristín Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni og jafnframt ART verkefninu sjálfu. Eftirfarandi bókun var samþykkt:

„Stjórn SASS þakkar Kristínu Hreinsdóttur fyrir greinargóðar upplýsingar um þróun og framkvæmd ART verkefnisins á Suðurlandi og telur að það skipti miklu máli fyrir fjölmarga einstaklinga og fjölskyldur auk þess að styrkja skólastarf á Suðurlandi í heild. ART verkefnið er meðferðarúrræði og þar með á ábyrgð ríkisins. Stjórnin leggur áherslu á að verkefnið haldi áfram að þróast og nauðynlegt að halda því áfram með öllum tiltækum ráðum. Stjórnin skorar því á stjórnvöld að tryggja nauðsynlegar fjárveitingar til þessa lífsnauðynlega máls.“

8. Drög að skýrslu stjórnar.

Drögin lögð fram. Drögin verða enduskoðuð og send stjórnarmönnum til umsagnar og staðfestingar.

9. Bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 2. október 2008, þar sem óskað er tilnefningar SASS á tveimur aðalfulltrúum og tveimur til vara í skólanefndir Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans að Laugarvatni.

Formanni falið að senda stjórnarmönnum tillögu.

10. Afrit af bréfi Sveitarfélagsins Ölfuss til menntamálaráðuneytisins, dags. 3. október 2008, varðandi stöðu minjavarðar á Suðurlandi.

Til kynningar.

11. Efni til kynningar.

a. Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 30. sept. sl.

b. Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 13. október sl.

c. Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands frá 16. september sl.

d. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

e. Efni frá landshlutasamtökunum.
Fundi slitið kl. 13.00

Sveinn Pálsson

Guðmundur Þór Guðjónsson

Sigurður Ingi Jóhannsson

Elliði Vignisson

Gylfi Þorkelsson

Jón Hjartarson

Þorgils Torfi Jónsson

Þorvarður Hjaltason