fbpx

 

413. fundur stjórnar SASS

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi.

miðvikudaginn 2. apríl   2008,  kl. 11:00

Mættir:  Sveinn Pálsson, Guðmundur Þór Guðjónsson, Gylfi Þorkelsson, Jón Hjartarson, Þorgils Torfi Jónsson, Sigurður Ingi Jóhannsson  og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.  Elliði Vignisson og varamaður hans boðuðu forföll.

 

Fundargerðin var færð í tölvu.

Dagskrá

 

  1. 1. Fundargerð atvinnumálanefndar SASS frá 7. mars sl.

Fundargerðin staðfest.  Þingmenn Suðurkjördæmis hvattir til, ef Byggingarsfofnun verður að veruleika, að beita sér fyrir því að stofnunin verði staðsett á Suðurlandi.

 

  1. 2. Fundargerð velferðarmálanefndar SASS frá 27. mars sl. ásamt dagskrá málþings um málefni innflytjenda sem halda á í Þorlákshöfn 11. apríl nk.

Fundargerðin staðfest.  Stjórn lýsir ánægju með fyrirhugað málþing og hvetur aðildarsveitarfélögin til að senda fulltrúa sína á málþingið.

 

  1. Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar SASS frá 1. apríl. Fundargerðin  lögð fram og staðfest svo og reglur um menntaverðlaun Suðurlands með lítils háttar breytingu.  Samþykkt að veita 200 þúsund krónum til verðlaunanna á þessu ári.

 

  1. 4. Erindi frá Alþingi ,  þar sem óskað er umsagnar um  eftirtalin þingmál:
    1. Frumvarp til laga um frístundabyggð, 372. mál, heildarlög. www.althingi.is/altext/135/s/0614.html

Stjórn SASS leggst gegn frumvarpinu óbreyttu og gerir eftirfarandi athugasemdir við frumvarpið:  Lagst er gegn ákvæðum 13. greinar frumvarpsins, þar sem leigusala er gert ómögulegt að að rjúfa leigusamband fyrr en að 12 árum liðnum frá því hann hefur sagt upp tímabundnum samningi.  Lagt  er til að þessi tími verði styttur verulega.  Ákvæði 22.greinar frumvarpsins um rétt félaga í frístundabyggð til að óska eftir því við hlutaðeigandi sveitarstjórn að haldinn verði árlega fundur til að veita upplýsingar um sameiginleg hagsmunamál frístundabyggðarinnar og sveitarfélagsins er óþarft  og vandséð hvers vegna einn hagsmunahópur umfram fjölmarga aðra  hafi slíkan  lagalegan rétt.

 

Stjórnin tekur að öðru leyti undir umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga, bændasamtakanna og fleiri aðila.

  1. Frumvarp til skipulagslaga, 374. mál, heildarlög. www.althingi.is/altext/135/s/00616.html

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Stjórn SASS er í meginatriðum samþykk efni frumvarpsins en gerir þó eftirfarandi athugasemdir:

 

Í 10. gr. er fjallað um Landsskipulagsáætlun sem umhverfisráðherra skal leggja fram í formi þingsályktunartillögu að afloknum hverjum alþingiskosningum og skal áætlunin vera til 12 ára.  Skv. frumvarpinu skulu sveitarfélög endurskoða staðfest skipulag sitt í samræmi við landskipulagsáætlun.  Með þessu virðist freklega vegið að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga.  Stjórn SASS tekur undir sjónarmið sem komið hafa fram um að frekar skuli tala um Landsskipulagsstefnu  en Landsskipulagsáætlun.  Einnig sýnist brýnt að nánar sé skilgreint hvaða þátta Landsskipulagsstefnan skal taka til og hverra ekki.

 

Í 37. grein kemur fram að þegar um er að ræða breytingar á mannvirkjum sem varða útlit og form skuli leita beint til sveitarstjórnar en ekki til byggingarfulltrúa.  Það er því lagt í hendur umsækjanda að átta sig á hvort senda beri umsókn til byggingarfulltrúa eða sveitarstjórnar eftir því hvort breytingin hefur áhrif á burðarþol eða ekki.  Þetta sýnist bjóða upp á misskilning og spurning hvort ekki sé heppilegra að allar breytingar á mannvirkjum séu háðar byggingarleyfi en byggingarfulltrúa falið að meta hvort afla þurfi umsagnar sveitarstjórnar.

 

Formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá endanlegri umsögn þegar umsögn Sambandsins liggur fyrir.

 

  1. Frumvarp til laga um mannvirki, 375, mál, heildarlög. www.althingi.is/altext/135/s/0617.html

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:

Stjórn SASS gerir eftirfarandi athugasemdir við frumvarpið.

 

Að mati stjórnar SASS virðast sum ákvæði frumvarpsins ganga á svig við sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og þannig í ósamræmi við ákvæði stjórnarskrár og Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga.  Það á við um  niðurlagningu byggingarnefnda sem gengur á svig þá meginreglu að hið formlega sjórnsýsluvald liggi ávallt hjá sveitarstjórn.  Þá fær ný ríkisstofnun, Byggingarstofnun, heimildir til að hafa bein afskipti af stjórnsýslu sveitarfélaga, sem einnig brýtur í bága við skýra verkaskiptinu ríkis og sveitarfélaga, sem ríki og sveitarfélög hafa verið sammála um að stefna beri að.

 

Í 8. gr. er kveðið á um að annað hvort byggingarfulltrúi eða Byggingarstofnun gefi út byggingarleyfi eftir eðli framkvæmda.   Stjórn SASS telur óeðlilegt að Byggingarstofnun eigi að gefa út byggingarleyfi  þar sem stofnunin skal hafa eftirlit með framkvæmd laganna.  Þá er óskiljanlegt hvers vegna flutningskerfi raforku virðist eiga að vera undanþegið byggingarleyfi meðan önnur veitukerfi eru háð leyfi.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá endanlegri umsögn þegar umsögn Sambandsins liggur fyrir.

 

  1. Frumvarp til laga um brunavarnir, 376. mál, flutningur verkefna Brunamálastofnunar o.fl. www.althingi.is/altext/135/s/0618.html

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:

Stjórn SASS er í meginatriðum samþykk efni frumvarpsins sem er að mestu til komið vegna nýrra mannvirkjalaga en telur þó nokkur atriði þarfnast nánari skoðunar.

 

Í 8. gr. er lögð til sú breyting á 11. gr. núv. laga um brunavarnir að björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum með sérhæfðum búnaði skuli vera eitt af verkefnum slökkviliðs.
Stjórn SASS  fagnar því að skilgreint sé hver skuli sjá um björgun á fastklemmdu fólki en minnir á að nauðsynlegt er að fjármagn fylgi þessum málaflokki sem er ærið kostnaðarsamur bæði hvað varðar búnað og rekstur.  Þá hafa björgunarsveitir víða komið sér upp búnaði og þekkingu við að bjarga fólki úr mannvirkjum og ekki sjálfgefið að þeim verkefnum sé betur komið hjá slökkviliðum.

 

Formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá endanlegri umsögn þegar umsögn Sambandsins liggur fyrir.

 

  1. Tillaga til þingsályktunar um hagkvæmni lestarsamgangna, 402. mál.  www.althingi.is/altext/135/s/0650.html

Lagt fram.

  1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum á auðlinda- og orkusviði, 432. mál.  www.althingi.is/altext/135/s/0688.html

Stjórnin mælir með samþykkt tillögunnar.

  1. Tillaga til þingsályktunar um stofnun háskólaseturs á Selfossi, 343. mál. www.althingi.is/altext/135/s/0579.html

Stjórnin bendir á að nýlega var stofnað Háskólafélag Suðurlands, sem að mestu er í eigu sveitarfélaga á Suðurlandi, sem hefur sama markmið og þingsályktunartillagan.  Stjórn SASS telur brýnt að ríkisvaldið komi að rekstri þeirrar starfsemi  eins og annarra háskólasetra sem nú þegar hefur verið komið á fót á landsbyggðinni.

  1. Tillaga til þingsályktunar um stofnun háskólaseturs á Akranesi, 344. mál. www.althingi.is/altext/135/s/0580.html

Lagt fram.

  1. Frumvarp til laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, 401. mál. www.althingi.is/altext/135/s/0647.html

Lagt fram.

  1. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 64. mál, áheyrnarfulltrúar í nefndum. www.althingi.is/altext/135/s/0064.html

Lagt fram.

  1. Tillaga til þingsályktunar um prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða, 220. mál.

Stjórnin mælir með samþykkt tillögunnar.

  1. www.althingi.is/altext/135/s/0238.html
  2. Tillaga til þingsályktunar um skipafriðunarsjóð, 236. mál. www.althingi.is/altext/135/s/0256.html

Lagt fram.

  1. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 147, mál, brottfall laganna og ný heildarlög.  www.althingi.is/altext/135/s/0157.html

Lagt fram.

  1. Frumvarp til laga um efni og efnablöndur, 431. mál, EES reglur. www.althingi.is/altext/135/s/0687.html

Lagt fram.

  1. Frumvarp til skipulags- og byggingarlaga, 434. mál, nýting lands til heræfinga.  www.althingi.is/altext/135/s/0691.html

Lagt fram.

  1. Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, 435. mál, staðarval heræfinga.  www.althingi.is/altext/135/s/0692.html

Lagt fram.

  1. Tillaga til þingsályktunar um óháð áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar, Holtavirkjunar og Hvammsvirkjunar, 52. mál.  www.althingi.is/altext/135/s/0052.html

Lagt fram.

 

  1. 5. Fyrirkomulag skrifstofuhalds SASS og húsnæðismál samtakanna, sbr. ályktun aðalfundar SASS 1. og 2. nóvember sl.

Formaður gerði grein fyrir fundi forsvarmanna stofnananna sem haldinn var 28. mars sl.  Samþykkt að halda áfram þeirri könnunarvinnu sem staðið hefur yfir.

 

  1. 6. Minjavörður Suðurlands.

Málið rætt.  Eftirfarandi ályktun var samþykkt:  Stjórn SASS hvetur menntamálaráðherra til að beita sér fyrir að komið verði á fót stöðu minjavarðar Suðurlands eins og lög heimila og bendir á að Suðurland er eini landshlutinn þar sem minjavörður hefur ekki aðsetur.  Stjórnin ítrekar þá afstöðu samtakanna  að minjavörður Suðurlands fái aðsetur á Skógum í Rangárþingi eystra, sem er einnig í samræmi við stefnumótun í Vaxtarsamningi Suðurlands.  Minnt er á að þessi tillaga er í samræmi við stefnu  og ítrekaðar óskir Minjaverndar ríkisins.  Stjórn SASS skorar á þingmenn Suðurlands að fylgja þessu máli fast eftir.

 

  1. 7. Bréf frá samgönguráðuneytinu, dags. 12. mars 2008, varðandi starfsemi fjarskiptasjóðs.

Í ljósi þess að háhraðasambandi og gagnaflutningum er víða ábótavant í dreifbýli Suðurlands  þar sem slík þjónusta er boðin á markaðsforsendum samþykkir stjórn SASS að athugasemdum verði komið á framfæri við Póst- og fjarskiptastofnun, sem á að hafa eftirlit með gæðum  þeirrar þjónustu.  Mikilvægt er að allir íbúar á Suðurlandi hafi aðgang að sambærilegri þjónustu á þessu sviði.

 

  1. 8. Bréf frá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi, dags. 8. mars 2008.  Með bréfinu fylgir ályktun aðalfundar félagsins um  verndun birkiskóga.

Til kynningar.

 

 

 

 

  1. 9. Aðild Hornfirðinga að SASS.

Ósk hefur borist frá Hornfirðingum um að fá stjórn SASS  til fundar um málið í apríl.  Samþykkt að stefna að því að  heimsækja Hornfirðinga  þann 18. apríl.

 

  1. 10. Ársreikningur SASS fyrir árið 2007.

Ársreikningurinn undirritaður.

 

  1. Efni til kynningar.
    1. Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 18. febrúar sl.
    2. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 18. mars sl.
    3. Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands 2007.

 

 

 

 

Fundi slitið kl. 12.55

 

Sveinn Pálsson

Sigurður Ingi Jóhannsson

Guðmundur Þór Guðjónsson

Gylfi Þorkelsson

Jón Hjartarson

Þorgils Torfi Jónsson

Þorvarður Hjaltason