fbpx

359. stjórnarfundur SASS haldinn í Ráðhúsi Ölfuss, Þorlákshöfn, miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 13.00.

Mætt: Valtýr Valtýsson, Torfi Áskelsson, Ágúst Ingi Ólafsson, Sigurður Bjarnason, Sveinn A. Sæland, Sveinn Pálsson, Þorvaldur Guðmundsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir, Þorsteinn Hjartarson og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri.

Dagskrá:

Tilhögun aukafundar SASS.

Fundarstjórar verða Hjörleifur Brynjólfsson og Ólafur Áki Ragnarsson. Fundarritari verður Guðni Pétursson. Farið var yfir dagskrá aukafundarins.

Samgöngunefnd SASS.

Samþykkt að leggja til við aukafund að skipuð verði 5 manna samgöngunefnd, sbr. nýafstaðið Samgönguþing SASS. Lagt er til að eftirfarandi skipi nefndina:

Engilbert Olgeirsson, Magnús Ágústsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Bryndís Harðardóttir og Þorvaldur Guðmundsson.

Til vara:

Tryggvi Ingólfsson, Stefán Guðmundsson, Sveinn A. Sæland, Árni Jón Elíasson og Gylfi Þorkelsson.

Ný lög um búfjáreftirlit.

Rætt um hugsanlegar lausnir á sameiginlegu eftirliti á Suðurlandi.

Niðurstaða Samgönguþings SASS.

Sveinn Sæland lýsti yfir óánægju með að í ályktun þingsins hefðu ákveðnar framkvæmdir verið nefndar í ljósi þess að fyrirhugaðri samgöngunefnd sé ætlað að gera tillögu að forgangsröðun samgönguframkvæmda á Suðurlandi.

5. Tillaga um skipurit SASS.

Valtýr gerði grein fyrir nýrri tillögu að skipuriti SASS.

Tillagan samþykkt.

Fundi slitið kl. 13:55

Valtýr gerði grein fyrir nýrri tillögu að skipuriti SASS.

Tillagan samþykkt.

Fundi slitið kl. 13:55

Valtýr Valtýsson Torfi Áskelsson Ágúst Ingi Ólafsson,

Sigurður Bjarnason Sveinn A. Sæland Sveinn Pálsson

Þorvaldur Guðmundsson Ragnheiður Hergeirsdóttir Þorsteinn Hjartarson

Þorvarður Hjaltason