fbpx

Fyrsta skóflustungan af nýrri viðbyggingu við hjúkrunarheimilið Lund á Hellu var tekin í gær af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra, Drífu Hjartardóttur, formanni stjórnar Lundar, Ágústi Sigurðssyni, sveitarstjóra, Rangárþings ytra, Björgvini Sigurðssyni, sveitarstjóra Ásahrepps og Margréti Ýr Sigurgeirsdóttur, hjúkrunarforstjóra. Á undan var skrifað undir samning um framkvæmdina. Byggingin verður um 640 fermetrar að stærð og mun kosta um 240 milljónir króna. Átta herbergi verða í byggingunni. Ríkið mun greiða 70% kostnaðarins og sveitarfélögin 30%. Viðbyggingin á að vera tilbúin 2016.

Skoflustunga Skoflustunga 3 Skoflustunga 2